Problem C
Tvær Vikur
Languages
en
is
‘Sælir drengir, hvar erum við að detta inn?’ heyrist í
heyrnartólunum hjá Benna. Hann stynur og reynir að halda sér
við efnið. Benni er að keppa í leiknum ‘Tvær vikur’. Á
hliðarlínunni situr Arnar sem fylgist vel með. Arnar er óður í
veðmál og veit ekkert betra en að sigra veðbankana. Hann veltir
því fyrir sér í hvaða sæti sérhver keppandi gæti lent í svo
hann geti veðjað rétt.
Eins og stendur eru $n$
keppendur. Keppandi númer $i$ hefur $a_ i$ lífpunkta eftir. Ef tveir
þeirra rekast á hvorn annan berjast þeir og missa báðir
$B$ þessarra lífpunkta. Ef
annar þeirra hefur enga lífpunkta eftir þá tapar hann. Athugið
að það getur gerst að báðir leikmenn tapa samtímis. Ef það voru
$H$ aðrir eftir á lífi
þegar leikmaður tapar lendir hann í sæti $H + 1$. Ef leikmaður lifir þetta af
fer hann sína leið að þessu loknu og berst næst aftur þegar
hann rekst á annan leikmann, mögulega þann sama.
Keppendur geta rekist á hvorn annan í hvaða röð sem er. Arnar vill nú vita, fyrir hvern keppenda, hvað er efsta sætið sem hann gæti lent í fyrir allar mögulegar uppsetningar af árekstrum.
Inntak
Fyrsta línan í inntakinu inniheldur tvær heiltölur $1 \leq n \leq 10^5$ og $1 \leq B \leq 10^9$. Næsta línan inniheldur $n$ heiltölur $1 \leq a_1, a_2, \dots , a_ n \leq 10^9$, með einu bili milli talna.
Úttak
Prentið $b_1, b_2, \dots , b_ n$ með bili milli talnanna þar sem $b_ i$ er hæsta sætið sem keppandi $i$ gæti lent í.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
20 |
$n \leq 3$ |
2 |
30 |
$n \leq 10^3$ |
3 |
50 |
Engar frekari takmarkanir |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
3 2 4 2 3 |
1 1 1 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
4 1 1 2 3 7 |
2 2 2 1 |