Hide

Problem F
Gangur

Languages en is
/problems/gangur/file/statement/is/img-0001.jpg
Hallway eftir Chuttersnap, Unsplash
Fjöldi fólks gengur í gegnum langan þröngan gang. Þegar tvær manneskjur mætast í ganginum þurfa þær að snúa sér á hlið til að komast framhjá hvorri annarri. Ganginum má skipta upp í hólf. Í sumum hólfum má finna manneskju en hin eru tóm. Hver einasta manneskja snýr í áttina að öðrum hvorum enda gangsins og ganga þær allar á sama hraða. Þegar allar manneskjurnar eru búnar að ganga í gegnum allan ganginn í þá átt sem þær snúa, hversu oft þurftu tvær manneskjur að smeygja sér framhjá hvorri annarri í heildina?

Inntak

Inntak er ein lína sem táknar innihald allra hólfa í ganginum. Ganginum er skipt upp í minnsta lagi $1$ og mesta lagi $10^6$ hólf. Við táknum hólf með > ef manneskja byrjar þar og stefnir að hægri enda gangsins. Við táknum hólf með < ef manneskja byrjar þar og stefnir að vinstri enda gangsins. Við táknum hólf með - ef hólfið er tómt.

Úttak

Skrifið út eina línu með einni heiltölu, fjöldi skipta þar sem tvær manneskjur mætast á ganginum.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

25

Eina hólfið sem inniheldur > er fyrsta hólfið

2

25

Öll > eru vinstra megin við öll <

3

25

Mesta lagi $1\, 000$ hólf

4

25

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
>-<-<<-<
4
Sample Input 2 Sample Output 2
>->>-->-<<-<<<
20
Sample Input 3 Sample Output 3
<><-<->-<
4