Problem I
Teningakast
Languages
en
is
Hvaða teningum á að kasta er gefinn sem strengur. $n$d$m$ táknar að kasta eigi $n$ $m$-hliða teningum og leggja saman niðurstöðuna. Hér eru $m$-hliða teningar jafn líklegir til að gefa niðurstöðurnar $1, 2, \dots $ og upp í $m$. $n$ og $m$ geta verið hvaða heiltölur sem er stærri en $0$. Í þessu dæmi munu $n$ og $m$ hins vegar vera minni en $10^4$. $n$d$m!$ táknar ‘exploding dice’ sem þýðir að ef hæsta niðurstaðan fæst á teningi, þ.e. $m$, þá skuli kasta teningnum aftur og bæta þeirri niðurstöðu við. Þetta getur gerst oft í röð ef hæsta niðurstaðan fæst oft í röð. ‘Exploding dice’ mun aldrei hafa $m = 1$. Teningakastsstrengurinn er runa teningakasta eða talna með $+$ eða $-$ á milli, mögulega einnig með $-$ fremst. Tölurnar verða einnig minni en $10^4$. Til dæmis táknar 3d6+1d4!-2 að kasta eigi þremur sex-hliða teningum, einum ‘exploding’ fjögurra hliða teningi, leggja það allt saman og svo draga tvo frá niðurstöðunni.
Inntak
Fyrsta línan inniheldur eina heiltölu $q$ ($1 \leq q \leq 10^5$). Síðan fylgja $q$ fyrirspurnir, hver á $2$ línum. Fyrri línan inniheldur teningakastsstreng eins og lýst er að ofan. Seinni línan inniheldur eina heiltölu $r$ ($-10^{18} \leq r \leq 10^{18}$). Heildarlengd allra teningakastsstrengjanna verður mest $10^5$ stafir.
Úttak
Skrifið út Raunhaeft ef hægt er að fá $r$ sem niðurstöðu úr teningakastinu, annars Svindl fyrir hverja fyrirspurn í sömu röð með hvert svar á sinni eigin línu.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
30 |
Ekkert ! í inntaki |
2 |
70 |
Engar frekari takmarkanir |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
5 1d12+3 15 1d4+2d6 2 -1d6+1d4 -1 1d3! 100 1d6!-1d4! 0 |
Raunhaeft Svindl Raunhaeft Raunhaeft Raunhaeft |