Hide

Problem D
Bíóferð

Languages en is
/problems/bioferd/file/statement/is/img-0001.jpg
Cinema eftir Deedee86, Pixabay
Sara fer oft í bíóferðir með vinum sínum. Þegar kemur að sætavali í bíósalnum er mikilvægt að allur hópurinn sé ánægður með sætin. Hópurinn velur eina sætaröð og kemur sér fyrir einhversstaðar í röðinni. Sumir hafa sterkar skoðanir á hvar þeir sitja í röðinni en aðrir ekki.

Til dæmis ef við númerum sætin frá vinstri til hægri að þá vill Sara alls ekki sitja í fyrsta sætinu.

Þú færð upplýsingar um hóp sem ætlar í bíó. Hverjir eru að fara og hvaða sæti hver og einn er sáttur með. Getur þú hjálpað hópnum að skipa í sæti svo allir séu ánægðir?

Inntak

Fyrsta línan inniheldur eina heiltölu $1 \leq n \leq 10^3$, stærð hópsins. Næst koma $n$ línur þar sem hver lína byrjar á heiltölu $0 \leq k_ i \leq n$ og svo fylgja $k_ i$ mismunandi heiltölur $1 \leq x_{i,j} \leq n$ sem tákna hvaða sæti manneskja $i$ er sátt með.

Úttak

Skrifaðu út eina línu með $n$ heiltölum $a_1, a_2, \dotsc , a_ n$ þar sem $a_ i$ táknar númerið á manneskjunni sem situr í sæti $i$, frá vinstri til hægri. Ef það eru margar mögulegar lausnir, þá máttu skrifa út hverja þeirra sem er. Ef það er engin lausn, þá skaltu skrifa út “Neibb”.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

20

$n \leq 5$

2

30

$n \leq 10$

3

27

$n \leq 20$

4

23

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
3
2 2 3
3 1 2 3
3 1 2 3
3 2 1
Sample Input 2 Sample Output 2
4
3 2 3 4
4 1 2 3 4
4 1 2 3 4
3 2 3 4
2 4 3 1
Sample Input 3 Sample Output 3
5
2 3 4
2 4 5
2 1 3
2 3 4
1 5
Neibb