Hide

Problem D
Sóttkví

Languages en is
/problems/sottkvi/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr.com

Hannes á afmæli eftir $k$ daga en því miður þá lentu allir vinir hans í sóttkví. Hannes vill vita hversu margir af vinum hans munu komast í afmælið og leitar því til þín til að aðstoða sig.

Gefið hvenær vinir Hannesar fóru í sóttkví, skrifaðu út hversu margir af vinum Hannesar komast í afmælið.

Athugið að einstaklingur þarf að vera $14$ daga í sóttkví til þess að losna úr sóttkví.

Inntak

Fyrsta línan í inntakinu inniheldur þrjár heiltölur $n$ ($1 \leq n \leq 10^3$), fjöldi vina Hannesar, $k$ ($1 \leq k \leq 10^3$), hversu margir dagar eru þangað til Hannes á afmæli, og $d$ ($1 \leq d \leq 10^3$), hvaða dagur er í dag.

Síðan koma $n$ línur, ein fyrir hvern vin, þar sem lína $i$ inniheldur eina heiltölu $d_ i$ ($1 \leq d_ i \leq d$), dagurinn sem vinur $i$ fór í sóttkví.

Úttak

Skrifið út hversu margir af vinum Hannesar komast í afmælið. Ef vinur Hannesar losnar úr sóttkví sama dag og afmælið þá er hann talinn komast í afmælið.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

100

Engar takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
1 1 14
1
1
Sample Input 2 Sample Output 2
1 14 1
1
1
Sample Input 3 Sample Output 3
3 5 12
1
3
5
2