Problem K
Framvindustika
Languages
en
is
Erla vinnur hjá hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur nýlega fengið kvartanir frá notendum. Notendurnir eru óánægðir með sérstaka aðgerð í hugbúnaðnum sem er með langan keyrslutíma. Notendurnir eru óvissir um hvort forritið sé frosið eða virkt eftir að aðgerðin er hafin. Kóðinn fyrir aðgerðina var frumgerð sem átti upprunalega bara að vera notuð innanhús sem sýnidæmi um virknina. En þegar yfirmenn Erlu sáu frumgerðinu ákváðu þeir að þetta færi beint í næstu útgáfu.
Erla stingur upp á að endurskoða útfærsluna á aðgerðinni og rannsaka hvort hægt sé að skrifa skilvirkari útgáfu. Hún er handviss um að það sé hægt en það gæti reynst tímafrekt. Yfirmaður Erlu ákveður að framkvæma könnun sem varðar notendaviðmót og notendareynslu til að ákvarða hvað skal gera.
Eftir einn mánuð af könnunum er niðurstaðan komin. Þegar verkefni tekur langan tíma hjálpar það andlegri líðan að upplifa að einhverjum markmiðum sé náð. Þetta gildir líka um notendur sem bíða eftir að tölvan klári keyrslu á einhverjum þungum útreikningum. Út frá niðurstöðu kannanninnar er því ákveðið að bæta við framvindustiku til þess að sýna notandanum að keyrslan sé í gangi og svo notandinn hafi tilfinningu fyrir hversu langt er þar til aðgerðin klárist.
Erla er mjög ósammála ákvörðuninni og vill frekar einbeita sér að bæta skilvirkni aðgerðarinnar. Hún á samt að klára að útfæra framvindustikuna í dag. Hún biður þig um hjálp, getur þú útfært framvindustikuna fyrir Erlu svo hún geti sokkið sér í rannsóknina?
Inntak
Inntak er ein lína sem samanstendur af tveimur heiltölum $p$, þar sem $0 \leq p \leq 100$, sem táknar hversu mörg prósent eru búin af aðgerðinni, og $w$, breidd framvindustikunnar.
Úttak
Skrifaðu út framvindustikuna í núverandi stöðu. Framvindustikan skal vera í einni línu og byrjar á tákninu [, svo fylgja $w$ tákn, þar sem fyrstu $p$ prósent þeirra skulu vera # og restin -, svo fylgir ]. Næst kemur bil, táknið |, svo annað bil og að lokum skal skrifa prósentustig við framvindustikuna. Prósentuna skal skrifa hliðraða til hægri með pláss fyrir fjögur tákn.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
2 |
10 |
$w = 100$ |
1 |
10 |
$w = 10$ |
3 |
50 |
$1 \leq w \leq 1\, 000$ |
4 |
30 |
$1 \leq w \leq 10^6$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
0 10 |
[----------] | 0% |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
33 10 |
[###-------] | 33% |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
25 25 |
[######-------------------] | 25% |
Sample Input 4 | Sample Output 4 |
---|---|
100 20 |
[####################] | 100% |