Hide

Problem AH
Ferskasta Jarmið

Languages en is
/problems/ferskastajarmid/file/statement/is/img-0001.png
Mynd fengin af deviantart.com

Bjarki hefur miklar áhyggjur af samfélagsmiðlaframmistöðu sinni. Honum er mjög annt að vera hipp og kúl í augum ungmenna. Eftir miklar rannsóknir og mælingar er hann búinn að taka eftir tveimur megin eiginleikum sem ákvarða hversu mikla athygli tiltekið jarm fær á samfélagsmiðlum. Umdeilanleiki, hversu umdeilt jarmið verður, ákvarðar hversu lengi jarmið birtist í miðlamáti notenda í sekúndum. Svali, hversu svalt jarmið er, ákvarðar hversu mikla athygli jarmið mun fá á sekúndu. Saman gefur þetta ferskleika jarmsins, hversu mikla samtals athygli jarmið mun fá áður en það hverfur í iðrum veraldarvefsins.

Hann er nú búinn að taka saman lista af tilvonandi jörmum sem hann gæti sett á samfélagsmiðlasíðu sína. Getur þú ákvarðað hvert þeirra er ferskast svo hann velji rétt jarm til að setja á samfélagsmiðlasíðuna sína?

Inntak

Fyrsta línan inniheldur eina heiltölu $1 \leq n \leq 100$, fjölda jarma sem Bjarki er búinn að taka saman. Næstu $n$ línur innihalda eitt jarm hvert. Hver lína inniheldur nafn jarmsins, umdeilanleika þess og svala þess. Umdeilanleikinn og svalinn eru heiltölur á bilinu $0$ til $100$, þar sem $0$ og $100$ eru bæði möguleg gildi. Nafnið inniheldur aðeins enska lág- og hástafi ásamt undirstrikum, punktum og tölustöfum. Nöfnin eru mest $50$ stafir hvert. Ekkert nafn mun koma fyrir oftar en einu sinni.

Úttak

Prentið nafn ferskasta jarmsins. Ef mörg jörm eru jafn fersk, prentið ferskasta jarmið sem kemur fyrst í stafrófsröð.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

50

Engin tvö jörm eru jafn fersk.

2

50

Engar frekari takmarkanir.

Sample Input 1 Sample Output 1
10
leeroy_jenkins.avi 5 70
leek_spin.gif 60 40
chocolate_rain.mp3 30 45
caramelldansen.mp3 20 50
slender_man.exe 10 5
wojak.png 60 20
chuck_testa.mp4 10 55
gangnam_style.mp3 20 80
ayy_lmao.wav 0 10
fnaf.exe 30 35
leek_spin.gif
Sample Input 2 Sample Output 2
9
what_are_those.mp4 10 30
harambe.png 50 10
can_you_feel_my_heart.mp3 15 50
big_chungus.jpg 30 40
me_and_the_boys.jpeg 20 45
astronomia.flac 30 40
amogus.png 15 15
morbin_time.webp 40 30
skibidi_toilet.mkv 15 60
astronomia.flac