Problem CF
Leiðangur
Languages
en
is
Óli litli getur ekki annað en orðið við þessum beiðnum vondu kallanna, og þarf að gefa hverjum vondum kall einn hlut af þeirri gerð sem þeir biðja um. En bakpokinn hans Óla er svolítið þröngur, og Óli nær aðeins í þann hlut sem situr efst í töskunni (þ.e. þann hlut sem hann setti síðast í töskuna). Ef Óla vantar hlut sem er neðar í töskunni, þá getur hann hent hlutum sem eru efst í töskunni, en þeir hlutir glatast þegar hann tekur þá úr töskunni og fara ekki aftur ofan í töskuna. Ef Óli á ekki til hlutinn sem vondur kall biður um, þá nær Óli ekki að klára leiðangurinn sinn.
Hjálpaðu Óla að athuga hvort hann geti klárað leiðangurinn sinn, og ef já, hvað er það mesta sem Óli getur átt af peningum, gulli og gimsteinum í lok leiðangursins.
Inntak
Inntakið inniheldur eina línu sem táknar leiðangurinn hans Óla litla, og samanstendur af eftirfarandi stöfum:
-
‘p’ táknar pening á jörðinni.
-
‘g’ táknar gull á jörðinni.
-
‘o’ táknar gimsteina á jörðinni.
-
‘P’ táknar vondan bankamann.
-
‘G’ táknar vondan gullgrafara.
-
‘O’ táknar vondan skartgripasala.
-
‘.’ táknar jörðina.
Óli byrjar á reitnum lengst til vinstri og labbar alltaf til hægri. Ef Óli skilur eftir hlut, þá má hann ekki koma aftur seinna til að sækja hann. Leiðangurinn klárast þegar Óli er kominn á reitinn lengst til hægri.
Leiðangurinn inniheldur í minnsta lagi $1$ reit og í mesta lagi $10^6$ reiti.
Úttak
Ef Óli kemst ekki á leiðarenda, skrifið út eina lína sem inniheldur Neibb. Skrifið annars út þrjár tölur, hver í sinni línu, mesta magn peninga, gulls og gimsteina sem Óli getur átt eftir leiðangurinn sinn.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
25 |
Leiðangurinn inniheldur enga vonda kalla. |
2 |
35 |
Leiðangurinn inniheldur í mesta lagi $20$ reiti. |
3 |
40 |
Engar frekari takmarkanir. |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
..pg.P.g.. |
0 1 0 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
pgo..OPG |
Neibb |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
.pooop...... |
2 0 3 |