Hide

Problem E
Besta gjöfin

Languages en is
/problems/bestagjofin/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr.com
Sigrún litla fékk fullt af pökkum frá öllum gestunum sem komu í afmælisveisluna hennar í dag. Hún er búin að opna alla pakkana, og tók eftir því að gjafirnar sem hún fékk voru ekki allar jafn skemmtilegar.

Hún setti saman lista yfir allar gjafirnar sem hún fékk, frá hverjum hún fékk gjöfina, og tölu sem táknar hversu skemmtileg henni fannst gjöfin — því hærri sem talan er, því skemmtilegri er gjöfin.

Geturðu hjálpað Sigrúnu að finna hver gaf henni skemmtilegustu gjöfina?

Inntak

Fyrsta lína inniheldur eina heiltölu $n$ ($1 \leq n \leq 1\, 000$), fjöldi gesta sem koma í afmælið og gefa Sigrúnu pakka. Svo koma $n$ línur, hver með nafni á gesti og heiltölu sem táknar hversu skemmtileg gjöfin var sem þessi gestur gaf henni. Hvert nafn inniheldur bara enska bókstafi, engin bil, og er mest $20$ stafir að lengd, og hver tala er á bilinu $0$ upp í $1\, 000$. Engar tvær tölur eru eins.

Úttak

Skrifið út eina línu með nafninu á gestinum sem gaf Sigrúnu skemmtilegustu gjöfina.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

25

Það eru nákvæmlega þrír gestir

2

75

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
3
Arnar 10
Bjarki 8
Bernhard 15
Bernhard
Sample Input 2 Sample Output 2
2
BjarniJokull 124
GunnarJonas 123
BjarniJokull