Problem E
Besta gjöfin
Languages
en
is
Hún setti saman lista yfir allar gjafirnar sem hún fékk, frá hverjum hún fékk gjöfina, og tölu sem táknar hversu skemmtileg henni fannst gjöfin — því hærri sem talan er, því skemmtilegri er gjöfin.
Geturðu hjálpað Sigrúnu að finna hver gaf henni skemmtilegustu gjöfina?
Inntak
Fyrsta lína inniheldur eina heiltölu $n$ ($1 \leq n \leq 1\, 000$), fjöldi gesta sem koma í afmælið og gefa Sigrúnu pakka. Svo koma $n$ línur, hver með nafni á gesti og heiltölu sem táknar hversu skemmtileg gjöfin var sem þessi gestur gaf henni. Hvert nafn inniheldur bara enska bókstafi, engin bil, og er mest $20$ stafir að lengd, og hver tala er á bilinu $0$ upp í $1\, 000$. Engar tvær tölur eru eins.
Úttak
Skrifið út eina línu með nafninu á gestinum sem gaf Sigrúnu skemmtilegustu gjöfina.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
25 |
Það eru nákvæmlega þrír gestir |
2 |
75 |
Engar frekari takmarkanir |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
3 Arnar 10 Bjarki 8 Bernhard 15 |
Bernhard |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
2 BjarniJokull 124 GunnarJonas 123 |
BjarniJokull |