Problem F
Pizzastrengur
Languages
en
is
Í dag er leikjadagur hjá Tommapizzu þannig að Georg og félagar ætla að panta sér pizzu. Leikurinn virkar þannig að starfsmenn Tommapizzu velja sér leyniorð sem inniheldur einungis stafina {“P”, “I”, “Z”, “A”} og segja Georgi og félögum hvað það er langt. Ef Georg og félagar ná að giska á leyniorðið í að hámarki $m$ tilraunum þá fá þeir pizzuna frítt! Georg og félagar mega giska á styttri orð en þá segja starfsmenn Tommapizzu hvort orðið sé forskeyti af leyniorðinu. Getur þú hjálpað Georgi og félögum að giska á rétt orð þannig að þeir fái pizzuna frítt?
Orð $A$ er forskeyti af orði $B$ ef $B$ byrjar á $A$. Til dæmis er “PIZ” forskeyti af “PIZZA” en “ZZA” er ekki forskeyti af “PIZZA”.
Gagnvirkni
Þetta er gagnvirkt vandamál. Lausnin þín verður keyrð á móti gagnvirkum dómara sem les úttakið frá lausninni þinni og skrifar í inntakið á lausninni þinni. Þessi gagnvirkni fylgir ákveðnum reglum:
Dómarinn skrifar fyrst út heiltölu $n$ ($1 \leq n \leq 10^4$), lengd leyniorðsins $S$ sem inniheldur bara stafina {“P”, “I”, “Z”, “A”}.
Næst giskar lausnin þín á streng $P$ sem má innihalda 1 til $n$ stafi. Loks svarar dómarinn:
-
Ef $P$ er ekki forskeyti af $S$ þá svarar dómarinn 0.
-
Ef $P$ er forskeyti af $S$ þá svarar dómarinn 1.
-
EF $P = S$ þá svarar dómarinn 2 og lausnin þín á að hætta að giska.
Vertu viss um að gera flush eftir hvert gisk, t.d., með
-
print(..., flush=True) í Python,
-
cout << ... << endl; í C++,
-
System.out.flush(); í Java.
Með dæminu fylgir tól til þess að hjálpa við að prófa lausnina þína.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
10 |
$1 \leq n \leq 10^3, m = 4 \cdot n$ |
2 |
25 |
$1 \leq n \leq 10^3, m = 3 \cdot n + 1$ |
3 |
25 |
$n = 10^3, m = 2.75 \cdot n$ |
4 |
40 |
$n = 10^3, m = 2.45 \cdot n$ |
Read | Sample Interaction 1 | Write |
---|
5
ZAP
0
PIZ
1
PIZZA
2