Problem H
Chair Game
Skoðum leik með $n$ leikmönnum og $n$ stólum. Stólunum er raðað í hring, og sérhver leikmaður situr í stól. Einnig er bjalla til staðar sem verður hringd einhvern fjölda skipta á meðan leiknum stendur.
Sérhver stóll er merktur með tölu frá $1$ til $n$, þessi tala táknar fjölda sæta sem leikmaður í þeim stól á að færa sig réttsælis þegar bjöllunni er hringt. Uppröðun á stólunum kallast gild ef sérhver leikmaður fær sinn eigin stól eftir að bjöllunni er hringt.
Verkefni þitt er að finna gilda uppröðun á stólunum, eða segja að slík uppröðun sé ekki til.
Inntak
Fyrsta línan inniheldur eina heiltölu $t$, fjölda prufutilfella. Það eru mest $1\, 000$ prufutilfelli. Hvert prufutilfelli er tvær línur. Á fyrri línunni er ein heiltala $n$, fjöldi stóla. Fjöldi stóla er mest $100$. Á seinni línunni eru $n$ heiltölur $s_1, s_2, \dots , s_ n$, tölurnar á stólunum. Fyrir öll $i$ gildir $1 \leq s_ i \leq n$.
Úttak
Fyrir hvert prufutilfelli prentið fyrst YES ef það er til gild uppröðun á stólunum og NO annars. Ef svarið er YES prentið gilda uppröðun á næstu línu. Ef það eru margar gildar uppraðanir má prenta hverja þeirra sem er.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
8 |
$1 \leq n \leq 8$. |
2 |
5 |
$s_ i \neq s_ j$ ef $i \neq j$, sem sagt öll gildin $s_ i$ eru ólík í hverju prufutilfelli. |
3 |
4 |
$1 \leq s_ i \leq 2$. |
4 |
7 |
$1 \leq s_ i \leq 3$. |
5 |
12 |
$1 \leq s_ i \leq 4$. |
6 |
15 |
$1 \leq s_ i \leq 5$. |
7 |
20 |
$1 \leq n \leq 16$. |
8 |
29 |
Engar frekari takmarkanir. |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
3 4 1 1 1 1 4 1 1 1 2 5 4 1 2 1 2 |
YES 1 1 1 1 NO YES 2 4 1 1 2 |