Problem D
Skrifaðu hraðar
Languages
en
is

Í forritunarkeppnum getur oft hjálpað að skrifa hratt, sérstaklega þegar tímarefsing vegur þungt. Þú veltir nú fyrir þér hvað það hefði þurft til að sigra fyrri forritunarkeppni.
Þú ert mjög bjartsýn/n svo þú gerir ráð fyrir að þú munir leysa öll dæmi í fyrstu tilraun, svo þú færð bara tímarefsingu fyrir fyrstu skil. Besta lið keppninnar leysti öll dæmin, svo til að vinna þarftu minni tímarefsingu en það lið. Gerum einnig ráð fyrir að þú hafir eins mikinn tíma og þú vilt til að leysa keppnina, utan við það að þurfa ná lægri tímarefsingu. Það dugar ekki að fá sömu tímarefsingu.
Ef þú skilar lausn á verkefni á mínútu $x$ bætist $x$ við tímarefsingu þína. Það þýðir að lausn sem er skilað eftir $1$ mínútu og $59$ sekúndur fær tímarefsingu upp á $1$, en skil eftir $2$ mínútur fær tímarefsingu upp á $2$.
Því ef þú getur skrifað $20$ orð á mínútu og lausn tekur $100$ orð og þú gerir hana fyrst mun hún gefa tímarefsingu upp á $5$, en ef hún væri $99$ orð fengirðu tímarefsingu upp á $4$.
Þú ert búin/n að sjá út lausn á öllum verkefnunum, og veist hvað lausn þín yrði löng, en veist ekki hvort þú þyrftir kannski að þjálfa skrifhraða fyrst til að geta unnið. Því er spurningin, hvað þarftu að geta skrifað mörg orð á mínútu til að geta unnið?
Inntak
Fyrsta lína inntaksins gefur tvær heiltölur $n, T$. $n$ er fjöldi dæma í keppninni sem þú þarft að leysa og $T$ er tímarefsingin sem þú þarft að ná undir. Ávallt gildir að $1 \leq n \leq 100\, 000$ og $1 \leq T \leq 10^{18}$. Önnur og síðasta lína inntaksins inniheldur $n$ heiltölur $w_1, w_2, \dots , w_n$. $w_i$ er fjöldi orða sem lausn $i$-ta dæmisins samanstendur af. Ávallt gildir að $0 \leq w_i \leq 10^9$ fyrir öll $i$. Summa allra $w_i$ verður ekki $0$.
Úttak
Skrifaðu út minnsta fjölda orða á mínútu sem þú þarft að geta skrifað til að vinna.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
10 |
$n = 1$. |
2 |
15 |
$T = 1$. |
3 |
25 |
$n \leq 100, \sum _{i=0}^n w_i \leq 1\, 000$ |
4 |
50 |
Engar frekari takmarkanir. |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
13 1274 29 118 107 112 22 239 329 82 239 55 245 164 311 |
8 |