Problem CX
víRUs
Languages
en
is

Þú hefur uppgötvað nýjan tölvuvírus sem kallar sig víRUs og virðist hafa verið búinn til af einhverjum nemanda úr HR. Vírusinn er núna búinn að sýkja allar tölvur skólans en hingað til hefur enginn nema þú tekið eftir honum þar sem hann er mjög laumulegur og gerir aðeins litlar breytingar í einu. Sér í lagi þá framkvæmir vírusinn bara eina aðgerð á dag sem er að snúa við öllum bitum frá minnishólfi $a$ upp að minnishólfi $b$ á harða disknum.
Vírusinn hefur það markmið að umturna öllum gögnunum á harða disknum þannig að allir núll bitar koma á undan öllum ásum. Þú hefur fylgst með breytingunum sem vírusinn hefur gert seinustu daga og tókst eftir því að vírusinn mun alltaf velja $a$ og $b$ þannig að það myndist sem lengstur hlutstrengur af núllum fylgt af ásum.
Til þess að stöðva vírusinn þarft þú að komast að því hver er lengsti hlutstrengur af núllum og ásum sem vírusinn gæti myndað í dag.
Inntak
Inntakið inniheldur eina línu með bitastreng sem lýsir innihaldi harða disksins.
Úttak
Skrifið út eina línu með lengd hlutstrengsins sem hámarkar skaðann sem vírusinn getur gert í dag.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
15 |
Lengd bitastrengsins er að hámarki $50$ |
2 |
15 |
Lengd bitastrengsins er að hámarki $350$ |
3 |
40 |
Lengd bitastrengsins er að hámarki $2 \cdot 10^3$ |
4 |
30 |
Lengd bitastrengsins er að hámarki $10^5$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
11010 |
4 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
010011 |
6 |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
0110101001 |
5 |