Problem I
Töskupökkun
Languages
en
is
Nýtt haust, nýtt flugfélag. Verið er að ganga í framkvæmdir á Keflavík til að nýja flugfélagið “Pow!” geti komið sér fyrir.
Hluti af því er að setja upp ný belti þar sem farangur fer í gegnum hlið sem tekur sneiðmynd af töskunum. Þegar verið er að fjárfesta í nýju hliði er mikilvægt að það sé nógu stórt til að allar töskur komist í gegn. En stundum er hægt að koma fleiri töskum í gegn með því að snúa töskunum öðruvísi á færibandinu. Færibandið hreyfist um $1 \mathrm{cm/s}$, svo ef taska er $50 \times 50 \times 150$ sentímetrar tæki hún $150$ sekúndur að fara í gegn ef hún lægi á bandinu. En ef hliðið er nógu stórt gæti hún staðið upprétt og farið í gegn á $50$ sekúndum. Stærra hlið kostar meiri pening auðvitað, svo velja þarf minnsta hliðið sem getur sinnt skyldum sínum á skikkanlegum tíma.
Hliðið er ávallt ferningur, svo það hefur sömu hæð og breidd. Til að fá skýrar sneiðmyndir má aðeins ein taska fara í gegnum hliðið í einu. Einungis verða töskurnar að liggja með fjórar hliðar samsíða hliðinu, og aðra flatt á færibandinu.
Inntak
Fyrsta lína inntaksins inniheldur tvær heiltölur $n$, fjölda taskna, þar sem $1 \leq n \leq 250\, 000$, og $T$, hámarskfjölda sekúndna sem það má taka töskurnar að fara í gegnum hliðið, þar sem $1 \leq T \leq 10^{18}$. Næst koma $n$ línur, hver með þremur heiltölum $x, y, z$, hliðarlengdir tasknanna í sentímetrum, þar sem $1 \leq x, y, z \leq 10^9$.
Úttak
Prentið hliðarlengd minnsta hliðs sem dugar í sentimetrum. Ef ekkert hlið dugar, prentið í staðinn “Omogulegt!”.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
2 100 30 40 50 30 40 60 |
50 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
2 100 40 40 80 80 80 80 |
Omogulegt! |