Hide

Problem G
Framtíðar FIFA

Languages en is
/problems/fifa/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af wikimedia.org
Þú: Hvar er ég? segir þú hálf vakandi
Í bakgrunni heyrist í öskri eins og fagnað sé marki, þú ferð að hljóðinu
Þú: Hverjir eru þið? Hvaða ár er?
Maður í skrýtnum fötum stendur upp
Óþekktur maður 1: Noh vaknaður, átti ekki von á því strax, Frostklefinn 9000 virðist hafa bilað
Þú tekur eftir öðrum manni sitjandi á sófa, spilandi FIFA
Óþekktur maður 2: Lalli! leikurinn er ekki búinn, sestu niður
Lalli: Okay, sorry. Heyrðu, tala við þig betur eftir þennan leik
Þú horfir á leikinn og sérð hversu litlum framförum leikurinn er búinn að taka
Þú: Hefur FIFA ekkert breyst síðan ég fór í Frostklefann 9000?
Lalli: Jú jú, heilar $n$ breytingar hafa átt sér stað síðan þú fórst í Frostklefann 9000
Óþekktur maður 2: Lalli! fókus

Þar sem þú veist að FIFA leikir gera einungis $k$ breytingar á hverju ári og að þú fórst í Frostklefann 9000 árið 2022, getur þú fundið út á hvaða ári þú vaknaðir?

Inntak

Inntak er tvær línur. Fyrri línan inniheldur eina heiltölu $n$ ($0 \le n \le 2 \cdot 10^9$), fjölda eiginleika sem hafa bæst við FIFA. Seinni línan inniheldur eina heiltölu $k$ ($1 \le k \le 10^3$), fjölda eiginleika sem bætt er við í leikinn hvert ár. Gefið er að einungis einn leikur kemur út á hverju ári og hann kemur út á fyrsta degi ársins.

Úttak

Skrifa skal eina heiltölu, hvaða ár er.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

50

$0 \leq n \leq 1000$

2

50

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
5
5
2023
Sample Input 2 Sample Output 2
21
3
2029