Problem A
Lubbi Lærir
Languages
en
is
Ásdís vinnur í leikskóla. Í dag er hún að kenna krökkunum bókstafi stafrófsins. Til að kenna krökkunum bókstafi spilar hún leikinn Lubbi Lærir með krökkunum.
Leikurinn virkar á eftirfarandi máta. Hún sýnir krökkunum fyrst einhvern hlut. Krakkarnir eiga svo að giska á hver fyrsti stafurinn í orðinu sem lýsir hlutnum er. Geturðu hjálpað krökkunum að sigra leikinn?
Inntak
Inntak er ein lína sem inniheldur eitt orð sem lýsir hlutnum sem Ásdís sýnir krökkunum. Þú mátt gera ráð fyrir að einungis enskir lágstafir komi fyrir í inntaki og að orðið sé í mesta lagi $20$ stafir.
Úttak
Skrifaðu út rétta svarið til að sigra leikinn.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
100 |
Engar frekari takmarkanir. |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
akrein |
a |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
bolli |
b |