Kóngur byrjar á reitnum A1 á
    venjulegu $8 \times 8$
    skákborði. Þér er gefin jákvæð heiltala $n \leq 10^{18}$. Á hversu marga vegu
    getur kóngurinn komist á reitinn H8
    ef hann verður að taka nákvæmlega $n$ skref? Eitt skref er einn leikur
    með venjulegum skákreglum um hvernig kóngar hreyfast. Það er,
    eitt skref lóðrétt, lárétt eða á ská.
    Inntak
    Fyrsta og eina lína inntaksins inniheldur jákvæða heiltölu
    $n \leq 10^{18}$.
    Úttak
    Prentaðu fjölda leiða sem kóngurinn getur farið til að
    komast frá A1 til H8 í nákvæmlega $n$ skrefum. Þessi tala gæti verið
    mjög stór svo prentið niðurstöðuna mátaða við $10^9 + 7$.
    
      
        | Sample Input 1 | 
        Sample Output 1 | 
      
      
        
          6
 
         | 
        
          0
 
         | 
      
    
    
      
        | Sample Input 2 | 
        Sample Output 2 | 
      
      
        
          7
 
         | 
        
          1
 
         | 
      
    
    
      
        | Sample Input 3 | 
        Sample Output 3 | 
      
      
        
          8
 
         | 
        
          56
 
         | 
      
    
    
      
        | Sample Input 4 | 
        Sample Output 4 | 
      
      
        
          20
 
         | 
        
          897691418
 
         |