Hide

Problem G
Flugvallakóðar

Languages en is
/problems/flugvallakodar/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr.com

Flugvellir eru þekktir með tveimur gerðum af kóðum: IATA og ICAO. Til dæmis hefur flugvöllurinn í Keflavík IATA kóðann KEF og ICAO kóðann BIKF.

Í Absúrdistan, hins vegar, þá eru engir alþjóðlegir staðlar notaðir, allt þarf að vera innlent og upprunið í Absúrdistan til að það megi nota það í Absúrdistan. Þannig að þegar fyrsti flugvöllurinn í Absúrdistan var byggður í höfuðborginni, Sillysocks, þá var kóðinn fyrir hann valinn af þingmönnum á þinginu í Absúrdistan sem fylgir eftirfarandi reglum:

  • Kóðinn er alltaf 3 stafir.

  • Fyrstu 3 stafirnir í nafni borgarinnar eru notaðir, ef enginn annar flugvöllur er með þann kóða.

  • Annars eru fremstu þrír stafirnir sem mynda kóða sem er ekki tekinn valdir, þeir þurfa ekki að vera hlið við hlið en þeir þurfa að vera í sömu röð í nafni og í kóða.

  • Fremstu þrír merkir hér að fyrsti valdi stafurinn sé eins framarlega og hægt er.

  • Ef tveir valkostir hafa fyrsta valda staf á sama stað er sá kóði valinn sem hefur annann valinn staf framar.

  • Loks ef tveir valkostir hafa fyrsta og annann staf á sama stað er sá kóði valinn sem hefur þriðja valinn staf framar.

Þessi staðall ber heitið AANS eða Absúrdistan Airport National Standard. Þú færð aðgang að gagnagrunni yfir flugvelli, og þarft að segja til um hvað AANS kóðinn er fyrir hvern flugvöll.

Háir og láir stafir skipta ekki máli í inntaki, þar sem AANS kóðar eru alltaf skrifaðar með hástöfum. Hins vegar verður að passa að prenta AANS kóðann í úttakinu með hástöfum.

Til dæmis væri Sillysocks flugvöllurinn í Absúrdistan með AANS kóðann SIL, en ef það væri byggður annar flugvöllur við bæinn Silverstone, þá fengi hann AANS kóðann SIV, þar sem SIL er nú þegar í notkun, og V kemur eftir L í nafninu á Silverstone.

Inntak

Fyrsta línan í inntakinu inniheldur eina jákvæða heiltölu $n$, fjöldi flugvalla í Absúrdistan. Næstu $n$ línur innihalda nöfnin á bæjum flugvallanna, hvert nafn er strengur sem inniheldur aðeins enska há- og lágstafi. Hvert nafn er minnst $3$ stafir og heildarfjöldi stafa í inntaki er mest $2 \, 000 \, 000$.

Athugið að inntakið kemur í þeirri röð sem flugvellirnir voru byggðir, þannig að því fyrr sem flugvöllurinn er í inntakinu, því hærri forgang hefur hann í vali á kóða.

Úttak

Fyrir hvern flugvöll þá á að skrifa út AANS kóðann fyrir hann. Ef enginn gildur AANS kóði er í boði þýðir það að flugvöllurinn var aldrei byggður og því skal prenta ":(" í staðinn.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

10

Nafn hvers flugvallar er mest $200$ stafir, $n = 1$.

2

20

Nafn hvers flugvallar er mest $200$ stafir, $1 \leq n \leq 100$, ef til er kóði notar hann fyrstu þrjá stafi nafnsins.

3

20

Nafn hvers flugvallar er mest $200$ stafir, $1 \leq n \leq 100$, ef til er kóði notar hann fyrstu tvo stafi nafnsins.

4

20

Nafn hvers flugvallar er mest $200$ stafir, $1 \leq n \leq 100$, ef til er kóði notar hann fyrsta staf nafnsins.

5

20

Nafn hvers flugvallar er mest $200$ stafir, $1 \leq n \leq 100$.

6

5

Nafn hvers flugvallar er mest $200$ stafir, $1 \leq n \leq 10 \, 000$.

7

5

Engar frekari takmarkanir.

Sample Input 1 Sample Output 1
4
Akureyri
Egilsstadir
Keflavik
Reykjavik
AKU
EGI
KEF
REY
Sample Input 2 Sample Output 2
3
Sillysocks
Silverstone
Simpsons
SIL
SIV
SIM
Sample Input 3 Sample Output 3
5
Sesilia
Sess
Sosilia
Soss
Oss
SES
SSS
SOS
OSS
:(