Problem V
Rúnnfræði
Languages
en
is
Dagur er að vinna í heimaverkefni fyrir tölfræðiáfangann sem hann er að taka. Dagur er hins vegar ekki viss hvort hann eigi að rúnna eða stýfa svarið. Ef svarið hans væri til dæmis $123.456$ þá gæti hann rúnnað að næsta hundraðshluta og fengið $123.46$. Ef hann stýfir svarið að næsta hundraði, það er að segja fjarlægir stafi aftan af tölunni þar til rétt nákvæmni fæst, þá er svarið $123.45$. Nánar tiltekið, til að rúnna byrjum við á að velja veldi af $10$. Svo breytum við tölunni okkar í nálægasta heiltölumargfeldi af þessu veldi af $10$, þar sem við veljum stærra margfeldið ef það er jafntefli. Þegar við stýfum byrjum við líka á að velja veldi af $10$. En í staðinn fyrir að velja nálægasta heiltölumargfeldi tökum við stærsta heiltölumargfeldið af þessu veldi af $10$ sem er ekki stærri en talan okkar. Dagur rúnnar alltaf upp á fimmum, svo $123.45$ rúnnað að næstu tíund væri $123.5$. Til að reyna finna út úr því hvort hann eigi að rúnna eða stýfa skoðar Dagur sýnidæmi frá kennara. Getur þú hjálpað honum að sjá hvort kennarinn sé að runna eða stýfa?
Inntak
Inntakið inniheldur tvær línur, hver með einni kommutölu. Kommutölurnar munu aldrei vera neikvæðar og hafa að minnsta kosti einn staf eftir kommu. Síðasti stafurinn eftir kommu mun aldrei vera $0$ ef það er fleiri en einn stafur eftir kommu. Sú síðari er ávallt með strangt færri stafi eftir kommu en sú fyrri. Hvor tala verður mest með $5$ stafi fyrir kommu. Gefið er að fá má síðari kommutöluna með því að rúnna eða stýfa fyrri töluna, eða mögulega bæði.
Úttak
Ef ljóst er að kennarinn sé að rúnna en ekki að stýfa, prentaðu Runnun. Ef ljóst er að kennarinn sé að stýfa en ekki að rúnna, prentaðu Styfun. Annars prentaðu Veit ekki.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
20 |
Báðar tölur eru $< 0.5$, mest $5$ stafir eftir kommu. |
2 |
30 |
Mest $5$ stafir eftir kommu, almennt færri jaðartilfelli. |
3 |
30 |
Mest $5$ stafir eftir kommu. |
4 |
10 |
Mest $500$ stafir eftir kommu. |
5 |
10 |
Mest $1\, 000\, 000$ stafir eftir kommu. |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
123.456 123.46 |
Runnun |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
456.123 400.0 |
Styfun |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
123.123 123.12 |
Veit ekki |