Problem A
Löggeng endanleg stöðuvél - Lengd stysta orðs
Languages
en
is
Þú færð endanlega löggenga stöðuvél gefna sem samþykkir málið $\mathcal{L}$. Þú átt að prenta lengd stysta orðsins $w$ þar sem $w \in \mathcal{L}$. Þú mátt gera ráð fyrir að $\mathcal{L}$ sé ekki tóma málið.
Inntak
Fyrsta lína inntaksins inniheldur fjórar jákvæðar heiltölur $n$, $c$, $s$ og $f$ þar sem $n$ er fjöldi staða, $c$ er stærð stafrófsins, $s$ er upphafsstaðan og $f$ er fjöldi lokastaða. Önnur línan inniheldur streng $\Sigma = \Sigma _1 \Sigma _2 \dots \Sigma _c$ sem samanstendur af $c$ ólíkum táknum sem eru allt ASCII lágstafir. Þriðja línan inniheldur $f$ ólíkar jákvæðar heiltölur, mengi lokastaða stöðuvélarinnar. Næst fylgja $n$ línur, hver með $c$ jákvæðum heiltölum, sem gefa stöðuskiptatöfluna. Sem sagt, $j$-ta talan á $i$-tu línu gefur stöðuna sem stöðuvélin fer í ef hún var í stöðu $i$ og las inn stafinn $\Sigma _j$.
Hver staða er táknuð með heiltölu frá $1$ til $n$. Gefið er að $n \leq 10\, 000$, $1 \leq s \leq n$ og $0 \leq f \leq n$.
Úttak
Prentaðu lengd stysta orðsins í $\mathcal{L}$.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
4 2 1 2 ab 2 4 2 3 3 2 3 3 1 2 |
1 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
4 4 1 2 acgt 1 2 2 2 2 2 3 3 3 3 4 4 3 4 3 3 3 4 |
0 |