Hide

Problem B
Hakkari

Languages en is
/problems/hakkari/file/statement/is/img-0001.png
Bergur að hakka

Bergur hakkari er nýkominn frá Hollandi í nýja fína Adidas gallanum sínum og er reiðubúinn í vinnuna. Hann opnar tölvupóstinn sinn og sér skilaboð frá hackers.com. Í skilaboðunum er beiðni um forrit sem hakkar Minesweeper og finnur allar sprengjurnar í leiknum. Í skilaboðunum stendur einnig að forritið þurfi að vera tilbúið fyrir morgundaginn.

“Ekkert mál” hugsar Bergur og byrjar að forrita.

Nokkrum tímum seinna klárar Bergur forritið. Forritið hans skrifar út n raðir og m dálka þar sem hver reitur inniheldur . ef það er ekki sprengja þar eða * ef það er sprengja þar. Eftir alla þessa vinnu er Bergur gjörsamlega uppgefinn. Hann ákveður að fá sér bjór sem var eftir frá því hann var í Hollandi.

Eftir dágóða stund er Bergur dauðadrukkinn og þá kemur kærastan hans, Björk, heim. Björk og Bergur eru mjög gott teymi. Bergur hakkar og svo skoðar Björk hvort hann hafi ekki örugglega fylgt fyrirmælunum. Þar sem Bergur er meðvitundarlaus fer Björk beint í tölvuna og skoðar skilaboðin frá hackers.com. Hún les varlega yfir allt þangað til hún sér hvað stendur í síðustu efnisgreininni.

Forritið má ekki skila út dálkum og röðum með upplýsingunum. Forritið þarf að skila pari af tölum fyrir hverja sprengju. Hvert par skal tákna röðina og dálkinn sem sprengjan er í.

Andskotans, Bergur hafði greinilega ekki lesið allan póstinn og Björk getur ekki látið hann laga þetta þar sem hann er dauðadrukkinn.

Getur þú hjálpað Björk að breyta forritinu hans Bergs þannig það er eins og hackers.com vilja hafa það?

Inntak

Fyrsta lína inniheldur 1n,m100. Næstu n línur innihalda m tákn hver; annaðhvort * eða . eftir því hvort það sé sprengja á þeim reit eða ekki.

Úttak

Fyrstu línu skal skrifa út eina heiltölu k sem er fjöldi sprengja. Næstu k línur skal hver innihalda tvær heiltölur ri,ci sem tákna röð og dálk i-tu sprengjunnar.

Skrifa má sprengjurnar út í hvaða röð sem er.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

40

1n,m15

2

60

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
4 3
***
...
...
...
3
1 1
1 2
1 3
Sample Input 2 Sample Output 2
3 3
***
*.*
***
8
1 1
1 2
1 3
2 1
2 3
3 1
3 2
3 3
Hide