Hide

Problem C
Kínahvísl

Languages en is
/problems/kinahvisl/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af pxfuel.com

Bartosz og vinir hans eru í hvísluleik í leikskólanum sínum.

Hvísluleikurinn virkar þannig að $N$ manns sitja í hring. Einhver ákveðin manneskja (köllum hana $1$) hugsar um orð, og hvíslar því orði að manneskjunni sem situr vinstra megin við sig, manneskju $2$. Manneskja $2$ hvíslar síðan orðinu að manneskjunni sem situr vinstra megin við sig, manneskju $3$. Þetta gengur svo koll af kolli þangað til manneskjan sem situr hægra megin við manneskju $1$, köllum hana $N$, fær orð hvíslað til sín; á þeim tímapunkti segir manneskja $N$ upphátt hvaða orð hún heyrði, og sömuleiðis segir manneskja $1$ hvaða orð hún hugsaði um í byrjun.

Nema á þessum leikskóla, þá heyra allir krakkarnir orðið sem er hvíslað að þeim rétt, fyrir utan einn staf, sem er öðruvísi.

Inntak

Á fyrstu línu er orðið sem manneskja $1$ hugsaði um. Einnig kallað upphafsorðið. Á annari línu er orðið sem manneskja $N$ heyrði. Einnig kallað lokaorðið. Upphafsorðið og lokaorðið eru jafn löng. Vert er að taka fram að aðeins eru notaðir hinir 26 ensku lágstafir.

Úttak

Eina línu sem inniheldur minnsta mögulega $N$. Það er, fæsti fjöldi krakka sem þarf til að upphafsorðið verði að lokaorðinu með því að spila Hvísluleikinn.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

10

Upphafsorðið og lokaorðið eru sama orðið

2

20

Lengd upphafsorðsins og lokaorðsins eru bæði $\leq 100$

3

70

Lengd upphafsorðsins og lokaorðsins eru bæði $\leq 10^6$

Sample Input 1 Sample Output 1
tommi
dommi
2
Sample Input 2 Sample Output 2
pogger
pepega
6