Hide

Problem D
Mylla

Languages en is
/problems/mylla2/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af wikimedia.org
Uppáhaldsspilið hans Hjalta er mylla. Leikurinn virkar þannig að tveir leikmenn skiptast á að setja niður tákn á $3\times 3$ töflu, en þeir mega ekki setja tákn á reit þar sem tákn hefur þegar verið sett. Leikmaðurinn sem byrjar notar táknið X, en hinn leikmaðurinn táknið O. Leikmaður vinnur ef hann nær að setja þrjú eintök af tákninu sínu í beina röð, hvort sem það er lárétt, lóðrétt eða á ská. Leikurinn endar þegar leikmaður vinnur, eða í jafntefli ef engir tómir reitir eru eftir.

Hjalti er mikil keppnismanneskja og elskar ekkert meira en að vinna Guðjón í myllu. Hjalti segir að hann sé miklu betri í myllu en Guðjón og þess vegna leyfir hann Guðjóni alltaf að byrja. Þar sem það er mikill rígur á milli þeirra þá treysta þeir ekki hvorum öðrum að fara yfir niðurstöðuna og því biður Hjalti þig, hlutlausan þriðja aðila, um að fara yfir niðurstöðuna. Hjalta er alveg sama hvort Guðjón vann eða ekki, það eina sem skiptir hann máli er hvort hann sjálfur vann.

Inntak

Inntakið er á þremur línum, þar sem hver lína er ein röð í leikborðinu. Hver röð getur innihaldið táknin X, O eða _, þar sem X eru reitirnir hans Guðjóns, O reitirnir hans Hjalta og _ tómu reitirnir. Inntakið er alltaf gild lokastaða.

Úttak

Skrifið Jebb ef Hjalti vann annars Neibb.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

100

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
OOO
XX_
_X_
Jebb
Sample Input 2 Sample Output 2
XOX
XOO
X__
Neibb
Sample Input 3 Sample Output 3
OXO
XXO
XOX
Neibb