Hide

Problem D
Löggeng endanleg stöðuvél - Lestur

Languages en is

Þér er gefin löggeng endanleg stöðuvél og lista af strengjum. Fyrir hvern streng í listanum átt þú að ákvarða hvort stöðuvélin samþykkir eða hafnar strengnum.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur fjórar jákvæðar heiltölur $n$, $c$, $s$ og $f$ þar sem $n$ er fjöldi staða, $c$ er stærð stafrófsins, $s$ er upphafsstaðan og $f$ er fjöldi lokastaða. Önnur línan inniheldur streng $\Sigma = \Sigma _1 \Sigma _2 \dots \Sigma _c$ sem samanstendur af $c$ ólíkum táknum sem eru allt ASCII lágstafir. Þriðja línan inniheldur $f$ ólíkar jákvæðar heiltölur, mengi lokastaða stöðuvélarinnar. Næst fylgja $n$ línur, hver með $c$ jákvæðum heiltölum, sem gefa stöðuskiptatöfluna. Sem sagt, $j$-ta talan á $i$-tu línu gefur stöðuna sem stöðuvélin fer í ef hún var í stöðu $i$ og las inn stafinn $\Sigma _j$.

Hver staða er táknuð með heiltölu frá $1$ til $n$. Gefið er að $n \cdot c \leq 100\, 022$, $1 \leq s \leq n$ og $0 \leq f \leq n$.

Á eftir þessum gögnum kemur lína með heiltölu $m$, fjöldi strengja sem á að skoða, þar sem $1 \leq m \leq 100\, 000$. Loks fylgja $m$ línur, hver með einum streng sem á að skoða. Hver strengur er $0$ til $100\, 000$ stafir að lengd og heildarlengd allra strengja í inntaki er mest $100\, 000$. Strengirnir munu aðeins innihalda stafi úr stafrófinu $\Sigma $.

Úttak

Fyrir hvern streng sem á að skoða skal prenta eina línu sem inniheldur annað hvort accept eða reject eftir því hvort strengnum var samþykkt eða hafnað.

Sample Input 1 Sample Output 1
3 2 1 1
ab
1
1 2
1 3
3 3
6

a
aa
ab
abba
aabaababa
accept
accept
accept
reject
reject
accept
Sample Input 2 Sample Output 2
1 4 1 0
acgt

1 1 1 1
3

agaga
gattaca
reject
reject
reject