Problem F
Níulegasti grunnurinn
Languages
en
is
Jörmunrekur var að leika sér að prófa að skrifa út nokkrar tölur í ólíkum grunnum. Hann prófaði að byrja með $203433$ sem dæmi. Uppáhalds talan hans Jörmunreks er níu, svo honum finnst þetta ekki merkileg tala. En ef hann skrifar hana út með grunntölu $16$ fæst $31AA9$ sem er strax betra því þar er ein nía. En ef hann skrifar hana út með grunntölu $12$ fæst $99889$. Þetta er frábært, þrjár níur, varla hægt að óska eftir einhverju betra. Eða hvað?
Inntak
Inntakið er ein lína sem inniheldur tvær heiltölur $1 \leq n, d \leq 10^{18}$. Heiltalan $n$ er talan sem á að skrifa út í einhverjum grunni og talan $d$ er hún sem Jörmunrekur vill að komi oftast fyrir. Aðeins á að íhuga grunna með grunntölu að minnsta kosti $2$.
Úttak
Prentið út hversu oft $d$ getur í mesta lagi komið fyrir ef rétt grunntala er valin.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
40 |
$1 \leq n, d \leq 10^6$ |
2 |
30 |
$1 \leq n, d \leq 10^{12}$ |
3 |
30 |
Engar frekari takmarkanir |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
203433 9 |
3 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
48899 4 |
2 |