Hide

Problem CL
Backspace

Languages en is
/problems/backspace/file/statement/is/img-0001.png
Bjarki í vandræðum

Rétt áður en Forritunarkeppni Framhaldskólanna byrjaði ákvað Bjarki að uppfæra tölvuna sína. Hann tók ekki eftir neinu þangað til að hann byrjaði að skrifa fyrsta kóðann í uppáhalds ritlinum sínum Bim (Bjarki IMproved). Venjulega þegar hann skrifar í ritlinum og ýtir á backspace takkann þá strokast út einn stafur til vinstri. En eftir uppfærsluna þá skrifast þess í stað út <. Hann er búinn að prófa alla ritlana sem hann er með í tölvunni, Bmacs, Neobim, bjedit, NoteBjad++, Subjark Text en þeir virðast allir hafa þetta vandamál. Hann hefur ekki tíma til að vafra á netinu og finna lausn við þessu vandamáli svo hann ákveður að taka málin í sínar hendur og einfaldlega redda þessu.

Hjálpaðu Bjarka að skrifa forrit sem tekur inn streng sem hann skrifaði og prentar út strenginn eins og hann ætlaði að skrifa hann.

Inntak

Fyrsta og eina línan inniheldur streng $S$ af lengd $N$ sem samanstendur eingöngu af enskum lágstöfum og tákninu <.

Úttak

Prentið út strenginn eins og Bjarki ætlaði að skrifa hann. Það er, sé strengurinn prentaður út staf fyrir staf, þá táknar < útstrokun á síðasta staf sem prentaður var út, eins og backspace væri um að ræða.

Útskýring á sýnidæmum

Í fyrsta sýnidæminu byrjar Bjarki að skrifa a sem hann strokar út, skrifar b og c en strokar c síðan út. Úttakið verður því b. Í næsta sýnidæmi skrifar Bjarki foss en skrifar út síðustu tvo stafi með <<, úttaksstrengurinn á þeim tímapunkti er því fo. Við þetta er bætt rritun og er því úttakið forritun. Í síðasta sýnidæminu er tvisvar skrifað a og strokað út. Í lokin er skrifað aa og strokað tvisvar út með <<.

Stigagjöf

Lausnin mun verða prófuð á miserfiðum inntaksgögnum, og er gögnunum skipt í hópa eins og sýnt er í töflunni að neðan. Lausnin mun svo fá stig eftir því hvaða hópar eru leystir.

Hópur

Stig

Inntaksstærð

Önnur skilyrði

1

10

$ 1 \le N \le 100$

Strengurinn $S$ inniheldur eingöngu stafinn a og táknið <

2

10

$ 1 \le N \le 100$

Strengurinn $S$ inniheldur ekki tvö < í röð

3

40

$ 1 \le N \le 100$

 

4

40

$ 1 \le N \le 10^6$

 
Sample Input 1 Sample Output 1
a<bc<
b
Sample Input 2 Sample Output 2
foss<<rritun
forritun
Sample Input 3 Sample Output 3
a<a<a<aa<<