Hide

Problem A
Hraðgreining

Languages en is

Það hefur varla farið framhjá neinum hversu mörg próf hafa verið tekin hér á landi til að finna út hvort einstaklingar séu með Covid eða ekki. Á rannsóknastofum er tekið sýni úr aðilum í gegnum bæði nef og munn. Sýnið er svo sett inn í sérstaka DNA vél sem gefur út DNA streng. Þessi strengur samanstendur af stöfunum ACGTOV. Þetta hefur gert mun auðveldara að greina hvort aðili sé með Covid, þar sem ef DNA strengurinn inniheldur hlutstrenginn COV, þá er einstaklingurinn með Covid. Getur þú hjálpað rannsóknastofunni að finna út hvort DNA strengurinn inniheldur hlutstrenginn COV?

Inntak

Ein lína með DNA strengnum.

Úttak

Ef DNA strengurinn inniheldur hlutstrenginn COV þá skal skrifa út Veikur!, annars skal skrifa út Ekki veikur!.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

40

Lengd DNA strengsins er $3$

2

60

Lengd DNA strengsins er á bilinu $3$ uppí $1000$

Sample Input 1 Sample Output 1
COV
Veikur!
Sample Input 2 Sample Output 2
COOOV
Ekki veikur!
Sample Input 3 Sample Output 3
AACOVAA
Veikur!