Hide

Problem B
Heimasíða

Submissions to this problem will only be marked as accepted if they receive at least a score of 100
Languages en is
/problems/heimasida/file/statement/is/img-0001.PNG
Mynd fengin af commons.wikimedia.org

Oft skapast vandræði þegar íslenskum fyrirtækjum eða félögum vantar að stofna heimasíðu. Þessa dagana geta tenglarnir innihaldið íslenska sérstafi, en vaninn er enn að sleppa íslenskum sérstöfum. Einnig þarf að sleppa öllum bilstöfum og öðrum sérstökum táknum.

Mörg félaganna og fyrirtækjanna sem lenda í þessu eru ekkert sérstaklega tæknivædd, svo þú sérð það í hendi þér að geta boðið fram þessa þjónustu fyrir himinhátt verð.

Fyrsta skref er þá að henda út öllu í inntakinu sem eru ekki bókstafir eða tölustafir. Næst þarf að breyta öllum stórum stöfum í litla stafi. Loks þarf að breyta íslensku stöfunum. Broddstafir missa einfaldlega brodd sinn. Svo verður öo, æae, ðd og loks þth.

Inntak

Inntak samanstendur af einni línu. Þessi lína getur innihaldið alla prentanlega ASCII stafi ásamt stöfunum Á, á, Ð, ð, É, é, Í, í, Ó, ó, Ú, ú, Ý, ý, Þ, þ, Æ, æ, Ö, ö. Í þessum lista er hástafur ávallt á undan samsvarandi lágstaf. Hins vegar verða einu bilstafirnir í inntakinu bil og svo nýlínustafur í lokin. Línan verður mest $100$ stafir, ásamt nýlínustaf.

Úttak

Skrifaðu út hvað heimasíða stofnunarinnar í inntakinu ætti að vera, út frá reglunum að ofan. Einnig skal bæta við .is fyrir aftan, og setja allt á eina línu.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

25

Einungis ASCII bókstafir í inntaki.

2

25

Einungis ASCII stafir í inntaki.

3

50

Engar frekari takmarkanir.

Sample Input 1 Sample Output 1
Reykjavikurborg
reykjavikurborg.is
Sample Input 2 Sample Output 2
Stofnun *~ASCII~* unnenda
stofnunasciiunnenda.is
Sample Input 3 Sample Output 3
Keppnisforritunarfélag Íslands
keppnisforritunarfelagislands.is

Please log in to submit a solution to this problem

Log in