Hide

Problem K
Veður - Lokaðar heiðar

Languages en is
/problems/vedurheidar/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af visir.is. Ljósmyndari: Vilhelm Gunnarsson

Núna er enn ein lægðin búin að leggjast yfir landið. Vegagerðin heyrir í þér til að hjálpa við að ákvarða hvaða heiðum þarf að loka.

Til að einfalda er sami vindhraði allstaðar á landinu. Þú færð gefinn vindhraðann á landinu, lista af heiðum, og við hvaða vindhraða er öruggt að ferðast um hverja heiði, í mesta lagi.

Inntak

Fyrsta línan í inntakinu inniheldur eina heiltölu $v$ ($0 \leq v \leq 200$), vindhraðann á Íslandi. Önnur línan í inntakinu inniheldur eina heiltölu $n$ ($1 \leq n \leq 100$), fjölda heiða.

Næstu $n$ línur munu hver og ein samanstanda af streng $s_ i$, nafni á heiði, og heiltölu $k_ i$ ($0 \leq k_ i \leq 200$), sem táknar hámarks vindhraðann sem heiðin þolir, aðskilin með bili.

Úttak

Skrifið út $n$ línur, eina línu fyrir hverja heiði, sem segir hvort það sé öruggt að ferðast um hverja heiði í vindhraða $v$. Hver lína er annaðhvort “$s_ i$ opin”, ef það er öruggt að ferðast um heiði $s_ i$, eða “$s_ i$ lokud”, ef það er ekki öruggt að ferðast um heiði $s_ i$.

Athugaðu að röðin á heiðunum í úttakinu skal vera í sömu röð og var gefin í inntakinu.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

100

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
25
2
Oxnadalsheidi 23
Hellisheidi 34
Oxnadalsheidi lokud
Hellisheidi opin
Sample Input 2 Sample Output 2
10
3
Gunnarsdalsheidi 7
Arnarstapaheidi 150
Ulfarsgrjotsheidi 0
Gunnarsdalsheidi lokud
Arnarstapaheidi opin
Ulfarsgrjotsheidi lokud