Problem D
Andmál
Languages
en
is

Það að semja dæmi fyrir Forritunarkeppni Framhaldsskólanna tekur langan tíma. Hluti af ástæðunni er einmitt hvað dómararnir eru duglegir að rífast og vera ósammála hverjum öðrum á fundum. Verstur í þessum málum er Atli sem virðist alltaf vera ósammála öllu, einfaldlega til þess að vera ósammála. Það er alveg sama hvað er sagt, hann segir ávallt eitthvað annað.
Til að spara tíma gætir þú kannski búið til gervigreind sem sér um þetta sjálfskipaða hlutverk Atla. Eina sem hún þarf að gera er að segja eitthvað annað en inntakið!
Inntak
Inntak er á einni línu. Inntakið inniheldur allt að 10 stafi ásamt nýlínustaf á endanum. Þessir stafir geta verið allir bókstafir og tölustafir í ASCII, ásamt bilum. Þetta eru þá allir enskir stafir a til z, allir enskir stafir A til Z, tölustafirnir 0 til 9 og bil.
Athugaðu að inntakið getur verið tóm lína!
Úttak
Prentaðu eitthvað annað en inntakið. Úttakið má vera mest $10$ stafir og þarf að uppfylla sömu skorður og er lýst hér að ofan fyrir inntakið. Einnig þarf úttakið að enda á nýlínustaf.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
100 |
Engar frekari takmarkanir. |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
ja |
nei |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
flott |
omurlegt |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
emacs |
vim |