Hide

Problem H
Hotfix

Languages en is
/problems/hotfix/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd tekin af commons.wikimedia.org.

Í fyrri keppni þurftu keppendur að leysa einfalt verkefni. Þeir fengu streng og áttu að prenta alla ólíka hlutstrengi þess, ásamt fjölda skipta sem sá hlutstrengur kom fyrir í upphaflega strengnum. Til dæmis fyrir strenginn AB ætti að prenta A 1 B 1 AB 1 og fyrir AAA ætti að prenta A 3 AA 2 AAA 1.

Þegar afrita átti þetta dæmi til að endurnýta í þessarri keppni áttu þónokkur slys sér stað. Inntaksmörkin breyttust þónokkuð, svo mikið að dæmið varð óleysanlegt! Sem betur fer bilaði. úttakslesarinn einnig. Í staðinn fyrir að gá hvort úttakið sé alveg rétt tékkar hann bara hvort fjöldi eintaka af hverjum staf sé réttur. Með því að henda í smá hlaupalengdarkóðun mátti bjarga dæminu snöggvast, svo það yrði leysanlegt. Er það ekki annars?

Inntak

Inntakið inniheldur stakan streng af lengd í minnsta lagi $1$ og í mesta lagi $10^6$. Hann inniheldur aðeins ASCII há- og lágstafi. Stakur nýlínustafur fylgir strengnum.

Úttak

Fyrir sérhvern staf sem kemur yfir í úttaki forritsins sem lýst er að ofan að minnsta kosti einu sinni, og er ekki bilstafur, skal prenta hann ásamt fjölda skipta sem hann kemur fyrir, aðskilið með bili, á sinni eigin línu Prentið línurnar í vaxandi röð eftir ASCII gildum stafanna.

Sample Input 1 Sample Output 1
ABC
1 6
A 3
B 4
C 3
Sample Input 2 Sample Output 2
aaaab
1 6
2 1
3 1
4 1
a 20
b 5