Problem I
Infinite Cash
Languages
en
is
Svalur Handsome hefur loksins útskrifast með gráðu í tölvunarfræði og það mætti ekki seinna vænna. Hann á við smá óskynsamlega kaupgleði að stríða sem hann vonast til þess að geta stutt betur í hálaunuðu forritarastarfi. Hann sótti um hjá nokkrum fyrirtækjum og er núna með samning í höndunum sem hann getur skrifað undir og byrjað að vinna nánast tafarlaust. Áður en hann samþykkir boðið vill hann ákvarða hversu lengi það gæti stutt kaupgleði sína.
Í upphafi hvers dags eyðir Svalur helming penings í eigu sinni, námundað upp. Nýja starfið myndi greiða út $s$ ISK í lok $d$-ta hvers dags, þá fyrst á degi $d - 1$. Hann á upphaflega $m$ ISK til þess að eyða. Fyrsti dagurinn er dagur $0$.
Inntak
Inntakið er þrjár línur. Fyrsta línan inniheldur heiltöluna $s$. Önnur línan inniheldur heiltöluna $d$. Þriðja línan inniheldur heiltöluna $m$. Tölurnar uppfylla $1 \leq s, d, m \leq 2^{1000}$. Þar sem greiðslurnar eru fyrir starf tengt tölvunarfræði eru tölurnar gefnar í tvíundarkerfinu, náttúrulega.
Úttak
Skrifaðu út númer dagsins sem Svalur vill eyða pening en á engan. Þetta gildi á náttúrulega að skrifa í tvíundarkerfinu líka. Ef hann getur stutt við kaupgleði sína óendanlega skaltu skrifa út Infinite money!.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
101110101 1010 10001110101010101 |
10011 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
101110101 1000 100011101 |
Infinite money! |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
101110101 1010 100011101 |
1001 |