Hide

Problem A
Millifærsla

Languages en is
/problems/millifaersla/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr.com

Bjarki gleymdi veskinu sínu þegar hann fór út að borða með Hlyni. Hlynur borgaði fyrir hann og sagði Bjarka að hann gæti millifært á sig í gegnum þjónustuna Monnei. Bjarki hélt að Monnei væru með hæsta færslugjaldið, hærra heldur en hinar þjónusturnar Fjee og Dolladollabilljoll. Hann sagði við Hlyn að hann myndi millifæra á hann í gegnum þjónustuna sem rukkar lægsta færslugjaldið. Hann þarf samt aðstoð þína við að velja réttu þjónustuna.

Inntak

Inntak er þrjár línur. Fyrsta línan inniheldur eina heiltölu $a$, færslugjaldið hjá Monnei. Önnur línan inniheldur eina heiltölu $b$, færslugjaldið hjá Fjee. Þriðja línan inniheldur eina heiltölu $c$, færslugjaldið hjá Dolladollabilljoll. Gera má ráð fyrir því að tölurnar séu mismunandi.

Úttak

Skrifaðu út nafnið á þjónustunni með ódýrasta færslugjaldið á einni línu.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

100

$1 \leq a, b, c \leq 10^9$

Sample Input 1 Sample Output 1
3
9
7
Monnei
Sample Input 2 Sample Output 2
323
19
999
Fjee
Sample Input 3 Sample Output 3
40
30
20
Dolladollabilljoll