Problem C
Talnalás
Languages
en
is
Anna er núna að fara heim og þarf því að opna talnalásinn. Þetta gerir hún með því að snúa skífunum, einn snúning í einu á hvaða skífu sem er, svo að tölurnar á skífunum myndi á endanum ákveðna talnarunu. En Anna er mjög hjátrúarfull og í gegnum tíðina hefur hún fundið sér $m$ happatölur. Eftir hvern snúning sem hún framkvæmir vill hún vera viss um að talnaröðin sem skífurnar mynda sé örugglega ein af happatölunum hennar, því annað boðar ólukku.
Gefin upprunalega talnarunan á lásnum, talnarunan sem þarf til að opna lásinn, og listi af öllum happatölunum hennar Önnu, hjálpaðu henni að finna í hvaða röð hún á að snúa skífunum til að mynda talnarununa til að opna lásinn, þannig að tölurnar á skífunum myndi happatölu eftir hvern snúning. Þar sem Anna er að drífa sig heim þá vill hún gera þetta með sem fæstum mögulegum snúningum.
Inntak
Fyrsta lína inniheldur tvær heiltölur $n$ og $m$ ($1 \leq n$, $1 \leq m$), fjöldi skífa á talnalásnum og fjöldi happatalna. Önnur lína inniheldur $n$-stafa tölu, þar sem $i$-ti stafurinn táknar töluna á $i$-tu skífunni í upprunalegu talnarununni á talnalásnum. Þriðja lína inniheldur $n$-stafa tölu, þar sem $i$-ti stafurinn táknar töluna á $i$-tu skífunni í talnarununni sem þarf til að opna lásinn. Að lokum fylgja $m$ línur, hver með $n$-stafa tölu sem tákna happatölurnar hennar Önnu. Að auki eru upprunalega talnarunan og talnarunan til að opna lásinn happatölur.
Gera má ráð fyrir því að upprunalega talnarunan og talnarunan til að opna lásinn séu mismunandi.
Úttak
Skrifið út eina línu með heiltölunni $k$, minnsta fjölda hreyfinga sem Anna þarf til að opna lásinn þannig að talnarunan á lásnum myndi happatölu eftir hverja einustu hreyfingu. Skrifið svo út $k+1$ línur, hver með $n$-stafa tölu, þar sem sú fyrsta er upprunalega talnarunan á lásnum, og seinni $k$ sýna talnarununa á lásnum eftir hvern snúning sem Anna þarf að framkvæma. Síðasta talnarunan þarf því að vera talnarunan sem Anna þarf til að opna lásinn.
Ef það eru margar mögulegar lausnir, þá skiptir ekki máli hverja þeirra þið skrifið út. Ef það er ekki til nein lausn, skrifið þá bara út eina línu sem inniheldur “Neibb”.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
9 |
$n = 1$, $m \leq 10$ |
2 |
14 |
$n = 2$, $m \leq 100$ |
3 |
17 |
$n = 3$, $m \leq 10^3$ |
4 |
20 |
$n = 5$, $m \leq 10^5$ |
5 |
12 |
$n = 50$, $m \leq 10$ |
6 |
10 |
$n = 50$, $m \leq 20$ |
7 |
18 |
$n = 50$, $n\cdot m \leq 10^5$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
4 5 1234 1337 1236 2234 1336 1235 0234 |
4 1234 1235 1236 1336 1337 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
1 8 2 8 1 9 6 4 5 3 0 7 |
4 2 1 0 9 8 |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
8 4 85362837 63812736 13248765 89816432 85362838 81234876 |
Neibb |