Hide

Problem C
Blaðra

Languages en is
/problems/bladra/file/statement/is/img-0001.png
Blöðrur

Í Forritunarkeppni Framhaldsskólanna fá öll lið blöðru fyrir hvert dæmi sem þau leysa, en blöðrurnar eru í mismunandi litum eftir því hvaða dæmi var leyst.

Í ár verða k dæmi. Því þarf að ráða k starfsmenn til að blása blöðrur. Hver starfsmaður mun blása eina blöðru fyrir hvert lið sem leysir dæmið hans.

Hannes var einn af þeim sem var ráðinn til að blása blöðrur í ár og mikið þurfti hann að blása því svo margir leystu dæmið hans. Þetta finnst honum ósanngjarnt þar sem hann var á sömu launum og allir hinir starfsmennirnir.

Eftir keppnina pælir Hannes:

Hvaða dæmi hefði ég getað fengið þannig ég hefði þurft að blása sem minnst?

Getur þú svarað þessari spurningu fyrir Hannes?

Inntak

Fyrsta lína inniheldur tvær heiltölur 1k,q105, þar sem k táknar fjölda dæma og q táknar hversu mörg dæmi voru leyst í heildina. Næst fylgja q línur, hver með tvær heiltölur 1ai105,1bik sem táknar að lið númer ai leysti dæmi bi. Ekkert lið leysir sama dæmi oftar en einu sinni.

Úttak

Skrifaðu út eina heiltölu, minnsta fjölda blaðra sem Hannes hefði þurft að blása.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

50

1k,q,ai100

2

50

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
2 3
1 1
2 1
3 2
1
Sample Input 2 Sample Output 2
3 5
1 1
2 1
3 1
4 1
5 2
0
Hide

Please log in to submit a solution to this problem

Log in