Hide

Problem J
Nafnagift

Languages en is
/problems/nafnagift/file/statement/is/img-0001.jpg
Kitten eftir Kirgiz03, Pixabay
Það getur verið svo erfitt að vera foreldri; krakkarnir sívælandi, svo ekki sé minnst á endemis suðið. Þú hefur því, verandi tveggja barna foreldri, tekið upp á því að kaupa kettling til að róa líðinn. Það hefur þó komið upp ágreiningur. Börnin þín eru ekki sammála um hvað kisulóran á að heita. Þau hafa bæði valið nafn sem þau vilja, en þú hefur að sjálfsögðu síðasta orðið. Þú veist að það nægir að bæði nöfnin sem börnin þín völdu séu hlutrunur í nafninu á kisunni. Þín vegna viltu hafa nafnið sem styst.

Strengur $t$ er hlutruna í streng $s$ ef það er hægt að fjarlægja stafi úr $s$ þannig að $t$ standi eftir. Til dæmis er strengurinn snati hlutruna í strengnum ísknattleikur.

Inntak

Inntakið er tvær línur. Í hvorri línur er strengur sem svarar til nafnsins sem hvort barnið þitt vill veita kettlingnum. Hvor strengur er að minnsta kosti einn stafur, en ekki meira en $n$ stafir, og inniheldur aðeins enska lágstafi.

Úttak

Úttakið skal innihalda nafn á kisunni sem bæði börn sætta sig við. Af öllum þeim nöfnum sem þú getur valið skaltu velja það stysta. Ef fleiri en eitt nafn kemur til greina máttu prenta hvert þeirra sem er.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

33

$n \leq 10$, strengirnir innihalda bara bókstafina a og b

2

27

$n \leq 10$

3

40

$n \leq 10^3$

Sample Input 1 Sample Output 1
bjarki
bergur
bjaergurki
Sample Input 2 Sample Output 2
kisi
kisi
kisi
Sample Input 3 Sample Output 3
aaaaa
bb
aaaaabb