Hide

Problem B
Liðaskipting

Submissions to this problem will only be marked as accepted if they receive at least a score of 100
Languages en is

Undanfarin ár hafa keppendur fengið að búa til sín eigin lið fyrir Forritunarkeppni Framhaldsskólanna, en eins og þið vitið mega vera þrír saman í liði. Þetta hefur þó ekki alltaf gengið nógu vel því stundum verða einhverjir útundan. Skipuleggjendurnir hafa því ákveðið að sjá um liðaskiptingu sjálfir, og passa að enginn verði útundan. En þeir átta sig á því að það er ekki alltaf hægt að skipta í þriggja manna lið án þessa að neinn sé útundan.

Á næsta ári ætla $N$ manns að keppa í Forritunarkeppni Framhaldsskólanna. Geturðu hjálpað skipleggjendunum með að athuga hvort það sé hægt að skipta $N$ manns í þriggja manna lið þannig að enginn sé útundan?

Inntak

Ein lína með jákvæðu heiltölunni $N$ sem táknar fjölda manns sem ætla að keppa.

Úttak

Ein lína sem inniheldur Jebb ef hægt er að skipta $N$ manns í þriggja manna lið þannig að enginn sé útundan, eða Neibb ef það er ekki hægt.

Útskýring á sýnidæmum

Í fyrsta sýnidæminu ætla $N=3$ manns að keppa. Svarið er Jebb því það er hægt að búa til eitt þriggja manna lið, og þá er enginn útundan.

Í öðru sýnidæminu ætla $N=14$ manns að keppa. Það er ekki nægur fjöldi til að búa til fimm þriggja manna lið, og ef það eru búin til fjögur lið þá eru tveir manns útundan. Það er því ekki hægt að skipta $14$ manns í þriggja manna lið, og svarið er Neibb.

Í síðasta sýnidæminu ætla $N=300\, 000\, 000\, 000$ manns að keppa. Hér er hægt að búa til $100\, 000\, 000\, 000$ þriggja manna lið og þá er enginn útundan. Svarið er því Jebb.

Stigagjöf

Lausnin mun verða prófuð á miserfiðum inntaksgögnum, og er gögnunum skipt í hópa eins og sýnt er í töflunni að neðan. Lausnin mun svo fá stig eftir því hvaða hópar eru leystir.

Hópur

Stig

Inntaksstærð

1

10

$N \leq 3$

2

10

$N \leq 30$

3

20

$N \leq 30\, 000$

4

20

$N \leq 10^{12}$

5

40

$N \leq 10^{100}$

Sample Input 1 Sample Output 1
3
Jebb
Sample Input 2 Sample Output 2
14
Neibb
Sample Input 3 Sample Output 3
300000000000
Jebb

Please log in to submit a solution to this problem

Log in