Problem D
Láki
Languages
en
is

Um árið var dæmi í þessari keppni sem heitir Leggja Saman. Þar voru tvær tölur í inntakinu og átti að leggja þær saman. Við ætluðum að gera svipað verkefni í ár, en svo var svolítil uppákoma! Láka tókst að komast inn í tölvukerfi keppnisforritunarfélagsins! Ef aðeins Arnari hefði tekist að uppfæra tölvuna sína fyrir keppni.
En nú er staðan svo að Láka tókst að breyta inntaksgögnunum þannig að þær passi við hans hugmyndir um samlagningu. Honum finnst afar gaman að gera öðrum illt, svo það eru örugglega alls kyns undarlegar og erfiðar samlagningar í inntaksgögnunum. Eina sem félagið getur sagt er að það eru $10$ læstar möppur, svo það ættu að vera $10$ tegundir af samlagningu í gögnunum. Hver mappanna er merkt með $10$ stigum.
Sem betur fer er fólkið hjá Kattis með viss völd samt! Þökk sé reddingum hjá þeim ættuð þið að geta séð hvað fer úrskeiðis í skilum ykkar eftir að þið sendið inn forrit og geta fundið út úr því hvaða samlagningar Láki er búinn að setja inn í gögnin!
Inntak
Inntak inniheldur eina línu á forminu x + y. Við vitum ekki alveg hvað x eða y eru hins vegar!
Úttak
Prentaðu summu x og y, út frá því hvað Láki biður um!
Stigagjöf
Það eru $10$ möppur, $10$ stig fást fyrir hverja tegund af samlagningu sem forritið gerir eins og Láki vill.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
9 + 7 |
16 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
"abc" + "def" |
abcdef |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
0x1234 + 0xabcd |
0xbe01 |