Problem D
Flýtibaka
Languages
en
is
Ómar er að panta flatböku fyrir fjölskylduna sína. Hann er mjög latur og því vill hann setja sem minnstan tíma og vinnu í að panta flatbökuna. Honum er alveg sama hvaða álegg fara á flatbökuna á meðan allur grunnurinn er til staðar: brauð, ostur og sósa. Sem betur fer er til þjónusta sem hentar Ómari mjög vel.
Fyrirtækið Flýtibaka býður upp á þjónustu fyrir fólk sem vill fá flatbökuna sína í flýti. Til að panta hjá Flýtiböku er ekki notast við vefsíðu, smátækjaforrit eða símhringingu. Í staðin þarf einungis að senda SMS skilaboð á símanúmerið þeirra sem inniheldur þau álegg sem viðskiptavinurinn vill fá á flatbökuna sína. Nema annað sé tekið fram í pöntuninni eru flatbökurnar gerðar úr venjulegu deigi og er sett ost og sósu á þær. Óþarfi er að láta fleiri upplýsingar fylgja þar sem Flýtibaka hefur safnað gögnum um staðsetningar og matarlyst allra í heiminum. Þannig getur fyrirtækið ákvarðað stærð sendingarinnar og hvert hún á að fara.
Núna er komið að því senda inn pöntunina og Ómar nennir alls ekki að skrifa langan lista af áleggjum. Hann vill bara senda eins stuttan texta og hann mögulega kemst upp með þannig hann verði samt sáttur með matinn. Hvað á Ómar að senda?
Inntak
Það er ekkert inntak í þessu verkefni.
Úttak
Skrifaðu út textann sem Ómar á að setja í SMS skilaboðin sín.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
100 |
Engar frekari takmarkanir |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|