Hide

Problem F
Hópavinna

Languages en is

Í næstu útgáfu af ÁFLV mun áfanginn nýta hópverkefni til að meta hæfni nemenda. Sem nemandi viltu lágmarka tímann sem þú setur í verkefnavinnu án þess að það bitni á einkunninni þinni. Þá geturðu verið lengur á djamminu!

Þú hefur fundið þér frábæran hópfélaga Grimmhildi fyrir hópverkefnin. Hún er tilbúin að sjá um meirihluta verkefnavinnunnar. Hún getur jafnvel séð um verkefni alveg á eigin spýtur af og til á meðan þú heimsækir Lebowski’s með nemendafélaginu. Því geturðu ákveðið að sleppa þáttöku í nokkrum verkefnum en samt færðu einkunn fyrir þau. Samt sem áður, ef þú sleppir tveimur verkefnum í röð mun hún tilkynna þig til kennaranna sem farþega í hópavinnunni.

Þú veist áætlaðan fjölda mínútna sem myndi fara í hvert verkefni skyldir þú taka þátt í því. Ef þú tekur ekki þátt í verkefni verð þú $0$ mínútum í það og færð í staðin tækifæri til að djamma! Hver er minnsti fjöldi mínútna sem þú þarft að setja í verkefnin til að ná áfanganum?

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur eina heiltölu $n$, fjöldi hópverkefna. Önnur lína inntaksins samanstendur af $n$ heiltölum aðskildum af bilum, $a_1, \dotsc , a_ n$, fjöldi mínútna sem þú myndir setja í verkefni $i$ tækir þú þátt í því. Fyrir öll $a_ i$, þar sem $1 \leq i \leq n$, gildir að $0 \leq a_ i \leq 1000$.

Úttak

Skrifaðu út eina línu með einni heiltölu, svarinu sem leitast er eftir eins og því er lýst að ofan.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Skorður

1

30

$1 \leq n \leq 5$

2

30

$1 \leq n \leq 20$

3

40

$1 \leq n \leq 10^5$

Sample Input 1 Sample Output 1
2
12 13
12
Sample Input 2 Sample Output 2
5
11 4 1 20 13
18
Sample Input 3 Sample Output 3
9
4 5 4 5 1 5 4 5 4
17