Hide

Problem C
Höskuldarháska

Languages en is
/problems/hoskuldarhaska/file/statement/is/img-0001.png
Mynd eftir Randall Munroe, xkcd.com

Sísamrásunarferli FKHÍ gerir ýmislegt. Tryggir að inntaksgögn séu á tilgreindu formi, leitar að stafsetningarvillum í dæmalýsingu og fleira. Eftir að hafa gert tilvísun í vinsæla mynd í síðustu keppni og skemmt spennu myndarinnar fyrir þá sem höfðu ekki séð hana var ákveðið að bæta við nýrri virkni í ferlið. Höskuldarviðvörunarkerfið á að fara yfir allan texta í keppnisgögnum og sjá til þess að þar sé ekki verið að skemma fyrir neinum með því að segja frá mikilvægum atriðum í söguþráðum sem fólk vill ekki heyra. En til þess að koma þessu á koppinn þarf að ákvarða hvaða texta eigi að leita að nákvæmlega. Því stendur nú það verk fyrir þér að búa til textaskrá af öllum mögulegum spillandi textum.

Það er búið að ákvarða öll möguleg fyrstu orð í slíkum texta, öll möguleg önnur orð og svo framvegis. Því þarf einungis að framleiða allar mögulegar samsetningar þessarra orða til að undirbúa textaskrána.

Inntak

Inntakið byrjar á einni heiltölu $1 \leq n \leq 100$, fjöldi orða í hverri línu úttaksins. Næst fylgja $n$ línur, ein lína fyrir hvert orð. $i$-ta línan byrjar á einni heiltölu $1 \leq k \leq 100$, fjöldi valkosta fyrir $i$-ta orðið. Næst koma svo þessi $k$ orð á sömu línu, aðskilin með bilum. Þessi $k$ orð eru ávallt ólík hvorum öðrum. Öll orð í inntakinu innihalda aðeins enska há- og lágstafi. Sérhvert orð er minnst $1$ stafur og mest $20$ stafir.

Úttak

Prenta skal allar mögulegar leiðir til að mynda spilliefni útfrá inntakinu. Prenta skal hverja leið á sína eigin línu. Raða skal línum úttaksins eftir ASCII-gildi (þetta er venjulega leiðin sem strengjum er raðað í flestum forritunarmálum). Gefið er að úttakið verði mest með $10^6$ stafir.

Sample Input 1 Sample Output 1
5
3 kyle malloc sebelius
1 gets
1 a
3 beige ochre aquamarine
2 lightsaber moonsquisher
kyle gets a aquamarine lightsaber 
kyle gets a aquamarine moonsquisher 
kyle gets a beige lightsaber 
kyle gets a beige moonsquisher 
kyle gets a ochre lightsaber 
kyle gets a ochre moonsquisher 
malloc gets a aquamarine lightsaber 
malloc gets a aquamarine moonsquisher 
malloc gets a beige lightsaber 
malloc gets a beige moonsquisher 
malloc gets a ochre lightsaber 
malloc gets a ochre moonsquisher 
sebelius gets a aquamarine lightsaber 
sebelius gets a aquamarine moonsquisher 
sebelius gets a beige lightsaber 
sebelius gets a beige moonsquisher 
sebelius gets a ochre lightsaber 
sebelius gets a ochre moonsquisher