Problem K
Ég elska hann
Languages
en
is
Hún ætlar að leyfa blóminu að ákveða hvort hún fari að tala við hann eða ekki. Hún byrjar á að númera laufblöðin á blóminu frá $1$ upp í $N$ rangsælis, þar sem $N$ er fjöldi laufblaða.
Hún byrjar hjá laufblaði númer $1$ og segir “Hann elskar mig”. Hún lætur þetta laufblað vera, og heldur áfram á blað númer $2$. Þá segir hún “Hann elskar mig ekki” og rífur blaðið af. Svo fer hún á blað númer $3$, segir “Hann elskar mig”. Hún heldur svona áfram, segir “Hann elskar mig” og “Hann elskar mig ekki” til skiptis, og rífur blaðið sem hún er á af þegar hún segir “Hann elskar mig ekki”. Þetta gerir hún, hring eftir hring, þar til aðeins eitt laufblað er eftir.
Getur þú talið með Gunnu, og sagt henni númerið á síðasta laufblaðinu?
Inntak
Heiltalan $1 \leq N$, fjöldi laufblaða á blóminu til að byrja með.
Úttak
Ein lína með númerinu á laufblaðinu sem eftir stendur.
Útskýring á sýnidæmum
Gunna gerir eftirfarandi í fyrsta sýnidæminu:
-
Hún byrjar á laufblaði $1$, og segir “Hann elskar mig”.
-
Hún fer á laufblað $2$, segir “Hann elskar mig ekki”, og rífur laufblaðið af.
-
Hún fer á laufblað $3$, og segir “Hann elskar mig”.
-
Hún fer á laufblað $4$, segir “Hann elskar mig ekki”, og rífur laufblaðið af.
-
Hún fer á laufblað $5$, og segir “Hann elskar mig”.
-
Hún fer á laufblað $1$, segir “Hann elskar mig ekki”, og rífur laufblaðið af.
-
Hún fer á laufblað $3$, og það er síðasta laufblaðið.
Stigagjöf
Lausnin mun verða prófuð á miserfiðum inntaksgögnum, og er gögnunum skipt í hópa eins og sýnt er í töflunni að neðan. Lausnin mun svo fá stig eftir því hvaða hópar eru leystir.
Hópur |
Stig |
Inntaksstærð |
1 |
20 |
$N \le 10$ |
2 |
20 |
$N \le 1000$ |
3 |
30 |
$N \le 10^6$ |
4 |
30 |
$N \le 10^{18}$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
5 |
3 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
10 |
5 |