Problem A
Endurvinnsla
Languages
en
is
Í landinu Ekkitilistan, þá virkar flokkun á plasti þannig að ef ákveðin prósenta af hlutunum er ekki úr plasti, til dæmis óhrein ílát, einhver setti pappa í plast tunnu, og svo framvegis. þá þarf að farga öllum pokanum, þar sem það væri of mikil vinna að aðskilja plastið frá því sem er ekki plast.
Í mismunandi borgum Ekkitilistan, þá gilda mismunandi reglur, t.d. í Varaldreitilburg þá má aðeins 5% af hlutunum vera ekki-plast, en í Ekkitilburg er prósentan 7%.
Þú hefur ákveðið að veita endurvinnslunni hjá Ekkitilistan hjálp, með því að skrifa forrit sem reiknar út hvort að ákveðinn pokinn af endurvinnslu sé í raun endurvinnanlegur.
Inntak
Fyrsta línan er nafnið á borginni, sem inniheldur ekki fleiri en $10^5$ stafi. Önnur línan er hlutfallið $0 \leq p \leq 1$ sem poki af endurvinnslu má vera af efni sem er ekki plast, án þess að pokanum sé fargað. $p$ er gefið með nákvæmlega tveimur aukastöfum. Þriðja línan inniheldur eina heiltölu $1 \leq n \leq 10^5$, fjöldi hluta sem eru í endurvinnslu pokanum. Næstu $n$ línur munu lýsa hverjum hlut í pokanum, hver þannig lína mun annaðhvort vera “plast”, sem merkir að hluturinn sé úr plasti, eða “ekki plast”, sem merkir að hluturinn sé ekki úr plasti.
Úttak
Skrifið út Jebb ef það er hægt að endurvinna innihald pokans, en Neibb ef það þarf að farga pokanum.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
100 |
Engar frekari takmarkanir |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
Ekkitilburg 0.07 15 plast plast plast plast plast plast plast plast plast plast plast plast plast plast ekki plast |
Jebb |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
Varaldreitilburg 0.15 10 plast plast ekki plast plast ekki plast ekki plast plast plast ekki plast ekki plast |
Neibb |