Hide

Problem D
L33T H4X0R

Accepted submissions to this problem will be granted a score of 100
Languages en is
/problems/l33th4x0r/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd eftir ShaolinTiger, shaolintiger.com

Mikilvægur hluti af tölvustillingum sérhvers forritara eru skipanalínustillingar þeirra. Það er auðvitað einstaklega mikilvægt að skipanalína þeirra sýni að þeir séu með L33T H4X0R vibes.

Þú færð sem inntak skipanalínustillingarnar hjá tilteknum einstaklingi og þarft að ákvarða hvort þeim ber rétturinn til að kalla sig L33t H4X0R.

Til þess að ákvarða þetta eru þrír þættir og til að vera L33T H4X0r þarf að uppfylla að minnsta kosti tvo þeirra.

Fyrsta skilyrðið er að skipanalínubakgrunnur sé nógu svartur. Heildarmunurinn í RGB gildum milli skipanalínubakgrunnslitar og svarts $(0, 0, 0)$ má mest vera $25$.

Annað skilyrðið er að skipanalínuleturliturinn sé nógu grænn. Heildarmunurinn í RGB gildum milli skipanalínuleturlits og græns $(0, 255, 0)$ má mest vera $35$.

Síðasta skilyrðið er að nota jafnbreiða leturgerð (monospace font á ensku).

Inntak

Inntak byrjar á einum streng, annað hvort monospace eða variable-width eftir því hvort skipanalínuleturgerðin er jafnbreið eða ekki. Næst eru þrjár línur, hver með heiltölu á bilinu $0$ til $255$. Þetta eru rauði, græni og blái hluti RGB gildi skipanalínubakgrunnslitarins. Loks eru þrjár línur í viðbót, hver með heiltölu á bilinu $0$ til $255$. Þetta eru rauði, græni og blái hluti RGB gildi skipanalínuleturlitsins.

Úttak

Prentið L33T H4X0R ef skipanalínustillingarnar leyfa einstaklingnum að kalla sig L33T H4X0R. Prentið annars n00b.

Sample Input 1 Sample Output 1
monospace
15
15
15
0
255
0
L33T H4X0R
Sample Input 2 Sample Output 2
variable-width
15
5
5
10
240
10
L33T H4X0R
Sample Input 3 Sample Output 3
monospace
255
255
255
0
0
0
n00b

Please log in to submit a solution to this problem

Log in