Hide

Problem E
Á leið í bíó

Languages en is
/problems/aleidibio/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr.com

Hannes og Arnar eru að fara í bíó. Þeir eru búnir að panta miða á netinu og þeir voru að borða, þannig þeir þurfa ekki að stoppa í sjoppunni eftir snakki og drykkjum. Það mun því taka þá enga stund að fara inn í bíósalinn. Hannes er samt sem áður frekar óviss um hvenær hann á að leggja af stað. Hannes er heima hjá sér eins og er. Áður en Hannes fer í bíóhúsið þarf hann að sækja Arnar. Það tekur hann $a$ mínútur að keyra til Arnars. Svo þarf hann að keyra frá Arnari til bíóhússins sem mun taka hann $b$ mínútur. Ef myndin á að byrja á mínútu $c$ sólarhringsins, á hvaða mínútu sólarhringsins á Hannes að leggja af stað í síðasta lagi svo þeir missi ekki af auglýsingunum?

Inntak

Inntak er þrjár línur. Fyrsta línan inniheldur eina heiltölu $a$, fjöldi mínutna sem tekur að keyra frá Hannesi til Arnars. Önnur línan inniheldur eina heiltölu $b$, fjöldi mínutna sem tekur að keyra frá Arnars til bíóhússins. Þriðja línan inniheldur eina heiltölu $c$, mínútu sólarhringsins sem kvikmyndin á að byrja á.

Úttak

Skrifaðu út eina heiltölu, síðustu mínútu sólarhringsins sem Hannes getur lagt af stað á án þess að þeir verði seinir.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

100

$1 \leq a, b \leq 100$ og $720 \leq c \leq 1\, 439$

Sample Input 1 Sample Output 1
10
4
1335
1321
Sample Input 2 Sample Output 2
8
10
1000
982