Hide

Problem Q
Minesweeper

Languages en is
/problems/minesweeper/file/statement/is/img-0001.jpg
Minesweeper

Arnar er ótrúlega góður í Minesweeper enda hefur hann verið að spila leikinn frá 1989. Vinur hans Bjarki er alltaf að segja að það sé ekkert merkilegt.

Bjarki: “Hver sem er getur verið góður í Minesweeper.”
Arnar: “Ef það er svona létt sannaðu það þá, æfðu þig og kepptu svo við mig.”

Bjarki tók þessu mjög illa og fór strax að æfa sig í Minesweeper.

Eftir margar vikur af æfingu varð Bjarki ekkert betri í Minesweeper. Hann einfaldlega hefur ekki rökhugsunina í svona flókinn leik. Þannig hann fer inná hackers.com og niðurhalar hakki fyrir Minesweeper. Hakkið virkar þannig að hann lætur það fá leikinn og það gefur út $k$ pör af tölum. Hvert par $y_i,x_i$ táknar röðina og dálkinn þar sem sprengjan er staðsett.

Bjarki nennir ekkert að finna út hvar þessar staðsetningar eru í Minesweeper. Þetta er bara ennþá meiri hausverkur. Getur þú hjálpað Bjarka og teiknað upp Minesweeper borðið. Reitir sem eru ekki með sprengju eru táknaðir með . (punkti). Reitir sem eru með sprengju eru táknaðir með * (stjörnu).

Inntak

Fyrsta línan inniheldur þrjár heiltölur $1 \le n,m \le 250$, $1 \le k \le n \cdot m$, þar sem $n$ táknar fjölda raða og $m$ táknar fjölda dálka í Minesweeper leikborðinu, og $k$ segir til um fjölda para sem hakkaraforritið fann. Næstu $k$ línur innihalda tvær heiltölur $1 \le y_i \le n$, $1 \le x_i \le m$.

Úttak

Skrifaðu út borðið í heild sinni. Úttakið skal samanstanda af $n$ línum og hver lína skal innihalda $m$ stafi.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

40

$1 \le n,m \le 15$

2

60

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
4 3 3
1 1
1 2
1 3
***
...
...
...
Sample Input 2 Sample Output 2
3 3 8
1 1
1 2
1 3
2 1
2 3
3 1
3 2
3 3
***
*.*
***