Problem M
Fibonacci Gjöf
Languages
en
is
Siggi litli fékk fylki af $n$ jákvæðum heiltölum, $x_1, x_2, \ldots , x_ n$, í afmælisgjöf frá ömmu sinni. Þessar heiltölur eru ekki bara einhverjar heiltölur, heldur tákna þær númer á Fibonacci tölum. Fibonacci tala númer $1$ er $1$, Fibonacci tala númer $2$ er líka $1$, og svo er næsta Fibonacci tala alltaf reiknuð með því að leggja saman síðustu tvær Fibonacci tölur. Fibonacci tala númer $3$ er því $1+1=2$, Fibonacci tala númer $4$ er $1+2 = 3$, Fibonacci tala númer $5$ er $2+3=5$, og svo koll af kolli. Við táknum Fibonacci tölu númer $n$ sem $\mathrm{Fib}(n)$.
Hann Siggi litli er að leika sér með nýja fylkið sitt, en honum finnst gaman að gera eftirfarandi tvær aðgerðir við fylkið:
-
Siggi velur sér jákvæða heiltölu $d$ og eitthvað bil í fylkinu sem byrjar í $l$ og endar í $r$, þ.e. $x_ l, x_{l+1}, \ldots , x_{r}$. Hann bætir svo heiltölunni $d$ við öll stökin í fylkinu á þessu bili.
-
Siggi velur sér eitthvað bil í fylkinu sem byrjar í $l$ og endar í $r$, og reiknar summuna af öllum þeim Fibonacci tölum sem heiltölurnar á þessu bili tákna:
\[ \mathrm{Fib}(x_ l) + \mathrm{Fib}(x_ l+1) + \cdots + \mathrm{Fib}(x_ r) \]
Nú er hann orðinn svolítið leiður á að gera þetta í höndunum, og biður þig því um aðstoð. Gefið upphaflega fylkið sem Siggi litli fékk í afmælisgjöf, og þær aðgerðir sem Siggi litli framkvæmir, getur þú reiknað svarið fyrir hverja aðgerð nr. $2$ sem Siggi litli framkvæmir?
Inntak
Fyrsta línan í inntakinu inniheldur tvær heiltölur $n$ og $m$ ($1 \leq n, m \leq 10^5$), stærðin á fylkinu hans Sigga litla og fjöldi aðgerða sem hann framkvæmir.
Næsta lína inniheldur $n$ heiltölur $x_1,x_2,\ldots , x_ n$ aðskildar með bili, sem tákna fylkið sem Siggi litli fékk í afmælisgjöf ($1 \leq x_ i\leq 10^9$ fyrir öll $i$).
Síðan koma $m$ línur, ein fyrir hverja aðgerð sem Siggi framkvæmir, en hver þeirra er á öðru hvoru af eftirfarandi formum:
-
1 $l$ $r$ $d$: Siggi litli framkvæmir aðgerð nr. $1$ með töluna $d$ á bilið $l$, $r$. ($1 \leq l \leq r \leq n$, $1 \leq d \leq 10^9$)
-
2 $l$ $r$: Siggi litli framkvæmir aðgerð nr. $2$ á bilið $l$, $r$. ($1 \leq l \leq r \leq n$)
Úttak
Fyrir hverja aðgerð nr. $2$, skrifið út eina línu með gildinu á summunni sem Siggi litli reiknar. Þessi tala getur orðið svolítið stór, og biðjum við því ykkur um að skrifa út afganginn af svarinu þegar honum er deilt með $10^9+7$.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
22 |
$n \leq 100$, $m \leq 32$, $d = 1$, $x_ i = 1$ |
2 |
26 |
$n \leq 1\, 000$, $m \leq 100$, $d = 1$, $x_ i = 1$ |
3 |
25 |
$n \leq 1\, 000$, $m \leq 100$ |
4 |
27 |
Engar frekari takmarkanir |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
4 5 1 1 1 1 2 2 3 1 1 2 2 2 2 3 1 2 2 4 2 1 4 |
2 3 17 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
5 6 10 7 3 5 4 2 1 1 2 2 3 2 4 5 1 1 3 20 1 3 5 100 2 1 5 |
55 15 8 403785010 |