Problem H
Umferð
Languages
en
is
Umferðarteppa er mikið vandamál í stórborgum, eins og til dæmis Njú Jork og Síattúl, sérstaklega á álagstímum.
Í umferðarteppu eru margir bílar með litlu bili milli hvors annars, og ekki mikil hreyfing er á þeim. Til að einfalda hlutina, þá skulum við gefa okkur það að umferð myndast á akrein, og hver akrein samanstendur af $m$ reitum, í hverjum reit getur verið að hámarki $1$ bíll, en reitur getur líka verið auður.
Gefin er lengd hraðbrautarinnar $m$, fjölda akreina $n$, og textræn lýsing á hverjum reit, þar sem reitur með bíl á er táknaður með #, og . táknar auðann reit.
Verkefnið er að reikna út hlutfall auðra reita á hraðbrautinni, sem tölu á milli $0$ og $1$.
Inntak
Fyrsta línan inniheldur eina heiltölu, $m$, lengd hraðbrautarinnar. Næsta lína inniheldur eina heiltölu, $n$, fjölda akreina á hraðbrautinni. Næst fylgja $n$ línur. Hver lína inniheldur $m$ stafi, og er sérhver þeirra annaðhvort . eða #.
Úttak
Skrifið út hlutfall auðra reita á hraðbrautinni.
Úttakið er talið rétt ef annaðhvort hlutfallsleg eða bein skekkja þess er innan við $10^{-5}$. Þetta þýðir að það skiptir ekki máli með hversu margra aukastafa nákvæmni tölurnar eru skrifaðar út, svo lengi sem þær er nógu nákvæmar.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
40 |
$n = 1$ og $1 \leq m \leq 500$ |
2 |
60 |
$1 \leq n, m \leq 500$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
2 1 .# |
0.5 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
4 2 #.#. .### |
0.375 |