Problem A
Mæting
Languages
en
is
Sem leikskólakennari ertu vanur því að börn komist ekki í skólann vegna veikinda. Hluti af starfinu er að taka mætingu barnanna. Svo þú ert með lista yfir hvaða börn mættu hvaða dag. Í dag er miðvikudagur og þú ert að skoða mætinguna á mánudaginn og þriðjudaginn. Þú ert búinn að krota niður á blað hverjir mættu hvorn dag fyrir sig, en þig langar að vita hverjir mættu báða dagana.
Til að koma til móts við reglugerðir Persónuverndar þá eru engin nöfn á mætingalistanum, heldur er hvert barn táknað með tölu. Svo þig vantar að vita hvaða tölur eru á báðum listunum.
Inntak
Fyrsta lína inntaksins inniheldur tvær heiltölur $n$ og $m$ ($1 \leq n, m \leq 100$). Önnur lína inntaksins inniheldur $n$ ólíkar heiltölur $x$ ($1 \leq x \leq 10^5$). Þriðja lína inntaksins inniheldur $m$ ólíkar heiltölur $x$ ($1 \leq x \leq 10^5$). Tölurnar í annari línu svara til þeirra nemenda sem mættu á mánudaginn og tölurnar í þriðju línu svara til þeirra sem mættu á þriðjudaginn.
Úttak
Eina lína úttaksins skal innihalda þær tölur inntaksins sem eru bæði á annari og þriðju línu inntaksins og þær skulu prentaðar í þeirri röð sem þær voru í annari línu inntaksins.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
3 3 1 2 3 1 2 4 |
1 2 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
3 2 1 6 2 2 4 |
2 |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
8 7 1 4 3 2 5 8 7 6 9 1 7 8 3 2 4 |
1 4 3 2 8 7 |