Hide

Problem B
Aldursröðun

Languages en is
/problems/aldursrodun/file/statement/is/img-0001.jpg
Birthday eftir Jon Tyson, Unsplash
Eins og margir vita er ekkert starf meira gefandi en það að vera móðir. Þú, sem stolt móðir, vilt taka mynd af börnunum þínum til að deila á samfélagsmiðlum. Þér finnst þó mikilvægt að hafa einhverja reglu á því hvernig börnunum þínum er raðað á myndinni. Þú vilt, nánar tiltekið, að aldur aðliggjandi barna hafi samdeili sem er stærri en einn. Samdeilir tveggja talna er tala sem deilir báðum tölunum án afgangs.

Inntak

Fyrst lína inntaksins inniheldur heiltölu $3 \leq n \leq 8$. Næsta lína inntaksins inniheldur $n$ heiltölur, $1 \leq c_ i \leq 10^9$. Heiltalan $c_ i$ lýsir aldrinum á $i$-ta barninu þínu.

Úttak

Ein lína úttaksins á að innihalda aldur barnanna þinna ef þú hefur raðað þeim eftir reglunni að ofan. Ef margar slíkar raðanir eru til nægir að prenta einhverja þeirra. Ef engin slík skal prenta ,,Neibb”.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

50

$n = 3$ og $c_ i \leq 100$

2

40

$c_ i \leq 100$

3

10

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
3
2 3 6
2 6 3 
Sample Input 2 Sample Output 2
7
5 10 7 15 14 3 2
7 14 2 10 5 15 3 
Sample Input 3 Sample Output 3
4
2 5 7 10
Neibb